Stakir tímar og stutt tímabil – Leikfimi

Saknar þú þess að hoppa og skoppa í Kramhúsinu og sérð allt í einu fram á að geta fært þér smá gleðistund.

Þá er tilvalið að nýta sér staka tíma eða vikupassa og finna hitann og gleðina sem felst í nærandi samveru og mjúkum leikfimitímum – sem stundum eru í höndum hinnar einu sönnu Hafdísar en annars í góðum höndum Siggu, Ásdísar og Berglindar eða einstaka gestakennara.

 

3.000 kr.9.800 kr.

Nánari lýsing

Til að koma til móts við aukna eftirspurn eftir stökum tímum og styttri tímabilum bjóðum við nú okkar kæru Kramverjum að droppa inn eftir hentugleika – hvort sem það er til að kynna sér ákveðna stíla áður en tekin er ákvörðun um að skrá sig á næsta námskeið – eða einfaldlega löngun til að hreyfa sig meira þennan daginn eða þessa vikuna 🙂

Þátttaka í stökum tíma er alltaf háð því að pláss sé á viðkomandi námskeið og við mælum ekki með að koma án þekkingar inn í námskeið sem sett eru upp fyrir framhaldshópa.

Ferlið felst einfaldlega í því að skrá sig í tímaskráningu og ganga síðan frá greiðslu hér fyrir valdan tíma.

Hægt er að velja einn stakan tíma eða vikuflæði sem býður þá uppá ansi marga möguleika.

Hádegisleikfimi er kl. 12:05 á mánudögum og miðvikudögum og skipta Hafdís og Ásdís með sér kennslunni

Föstudagshádegi breytast í meiri danshristing að hætti Siggu Ásgeirs.

Músíkleikfimin, sem við flokkum í 4:15 og 5:15, er eingöngu fyrir þau sem vita hvað þar er á ferð – harðlokaður einkahópur!

Gildistími er sólarhringur frá kaupum (þ.e. hægt er að tryggja sér aðgang degi áður en tiltekin tími er á dagskrá) og vikuaðgangur gildir í viku frá kaupdegi.

Við erum með þessu að stíga fyrstu skref inní nýja skráningarmöguleika og erum að vinna í því að koma langþráðu allsherjar opnu Kramhúskorti í umferð  – þetta gerist allt … hægt og sígandi. Samfélagslega er það að verða einfaldara að opna námskeiðin og við erum að vinna í tæknimálunum (fækka þrepunum).

Með ykkur í liði þá finnum við lausnir og erum alltaf þakklát fyrir að heyra í ykkur og fá gagnrýni, hugmyndir og óskir.

Viðbótarupplýsingar

Leikfimi

VOR22 Stakur hádegisleikfimi, VOR22 Stakur 4:15/5:15, VOR22 Stakur Laugardagstími, VOR22 Stakur föstudagshristingur, VOR22 Ein vika í hádegisleikfimi, VOR22 Ein vika í músíkleikfimi

ÖNNUR NÁMSKEIÐ

image0

Pilates með Magdalenu

IMG_7927

Jazz

hafids

Músíkleikfimi

IMG_7833

Laugardagskort