Ef þú og þínir eruð í partý stuði, erum við til!

Kramhúsið býður upp á sérsniðna tíma fyrir allskonar hópa!  Hvort sem þið eruð að gæsa, steggja, saumó, starfsmannagleði, afmæli eða bara að halda hópinn, sem fjölskylda eða vinir.

Við bjóðum upp á staka tíma í dansi hvort sem það er í Kramhúsinu, eða út úr húsi sé réttur salur sé fyrir hendi.  Við getum komið með tillögur eða komið til móts við þema sem hópurinn hefur í huga.

Dansveita Kramhússins hefur einnig tekið að sér að skipuleggja fjölbreytt námskeið á landsbyggðinni í samvinnu við skóla, sveitafélög eða sjálfstæða hugmyndasmiði.

Það sem gæti komið til greina er: Beyoncé dansar, Burlesque, Bollywood eða Britney stuð og Nostalgía. Milleníur eða Magadans. Hiti og sviti í hröðum Afró takti eða Hiphop, jafnvel Break eða Fortnite. Tina Turner, Michael Jackson, Diskó að hætti Donnu er sívinsælt. Er eitthvað að hreyfa við þér eða ertu með annað í huga?  

Hópefli getum við einnig sérsniðið að þörfum og vinnum þá útfrá því sem starfsmannaliðið leitar eftir – hvort sem það er einföld gleðistund til að styrkja hláturtaugar eða samhristingur til að byggja upp traust og trúnað.

Endilega sendið póst á kramhusid@kramhusid.is til að panta tíma eða byrja samtalið að skemmtilegri stund.

Með því að senda okkur skilaboð samþykkir þú að hafa kynnt þér persónuverndarstefnu okkar