Vinadanstímar, hópefli fyrirtækja, kórpartý, fjölskyldutími, gæsa- og steggjapartý… og öll hin partýin! Við bjóðum upp á fjölbreytta sértíma fyrir hópa á föstudögum, laugardögum og milli kl. 13 og 16 á virkum dögum. Við bjóðum upp á fullkomna leið til að hrista hópinn saman, bokstaflega!
Kramhúsið er í miðbænum í nálægð við menningu, mannlíf, vín- og veitingastaði.
Í Kramhúsinu eru tveir salir. Efri salurinn er rúmgóður og honum fylgir búningsklefi og gufa auk aðstöðu á útipallinum að tíma loknum. Neðri salurinn er minni og heldur vel utan um hópinn en honum fylgir takmörkuð aðstaða. Ef hópurinn er mjög stór er hægt að skipta honum í tvennt og hóparnir sýna hvor öðrum afraksturinn.
Við getum einnig sent kennara til ykkar í partýið eða á vinnustaðinn, og vinsælt hefur verið að fá kennara frá okkur til að koma dansgólfi af stað á árshátíðum og brúðkaupum.
Afró, Afrobeat, Beyoncé, Britney, Bollywood, Broadway, Bugsy Malone, burlesque, Charleston+1920s, Chicago, dancehall, drag extravaganza, diskó, Eurovision, Flashdance, hefðbundið leikjahópefli, hip hop, húlla, jóga, klappstýrufjör, Lady Gaga, leiklistar- og spunahópefli, Lizzo, Madonna, magadans, Magic Mike, Moulin Rouge, Rocky Horror, Sensual Fusion, Shakira, Spice Girls, stelpubönd, strákabönd, Tik Tok-dansar, Tina Turner, Twerk Special, Vogue, 80s, 90s, 00s… og við getum einnig sett okkur inn í sérstakan stíl ef hann er í uppáhaldi hjá hópnum. Kennararnir okkar búa yfir fjölbreyttri reynslu þetta eru bara dæmi um tíma sem við getum boðið upp á.
Ef þú ert í vafa um hvað myndi henta þínum hópi þá er hér próf sem getur hjálpað þér að glöggva þig á hvað gæti hentað hópnum þínum
Hafðu samband í gegnum þetta form og við svörum á skrifstofutíma. Ef fyrirvarinn er stuttur getur verið að við hringjum.
Berglind Jónsdóttir elskar nostalgíska svísutónlist. Hún er jazzballetgella sem hefur einstakt lag á að smíða aðgengilega stuðtíma. Berglind er sérfræðingur okkar í Britney, Spice Girls, Eurovision og almennri nostalgíu.
Kristín Bergs kennir Afró, jóga og Afró&jóga blöndu. Hún er einnig mjög góð í að dansa samba!
Margrét Erla Maack er þekkt fyrir fyndnar útskýringar á danssporum. Hún les vel í hópa og er deildarstjóri rassahristideildar Kramhússins. Hún kennir mestmegnis Burlesque og Beyoncé í gæsunum. en hefur yfir 30 mismunandi stíla í rassvasanum, frá magadansi til Magic Mike.
Nadia Semichat byrjaði að kenna magadans hjá okkur en er einn af fjölmörgum Beyoncé- og skvísudanskennurum hússins. Hún smíðaði hið vinsæla námskeið Hips Don’t Lie sem blandar saman magadansi, suður-amerískum dönsum, afró, hip hop og fleiru.
Róberta Michelle Hall er húllaskvísan okkar. Hún kennir ótrúlega skemmtilega húllatíma en kennir einnig burlesque og Beyoncé.
Sandra Sano Erlingsdóttir er jörðin í kennarahópnum. Afró er hennar sérgrein sem og hin fjölbreytta flóra hip hopsins.
Sigríður Ásgeirsdóttir er með ofnæmi fyrir lélegri tónlist. Tímar Siggu eru heitir, sveittir og sexí. Dansstílar samtíma-poppdrottninga eru sérgrein Siggu og hún hjálpar hópnum að finna sensjúal sjálfið.
Sólveig Ásgeirsdóttir er aðal-Beyoncékennari hússins þessi misserin. Hún hefur fjölbreytta reynslu sem skemmtikraftur, söngkona og dansari, allt frá því að sýna ABBA-sýningu í Grikklandi til þess að kenna tipsý gæsum að twerka. Sólveig kann að kenna næstum allt.