Gæsanir & hópefli

Vinadanstímar, hópefli fyrirtækja, kórpartý, fjölskyldutími, gæsa- og steggjapartý… og öll hin partýin! Við bjóðum upp á fjölbreytta sértíma fyrir hópa á föstudögum, laugardögum og milli kl. 13 og 16 á virkum dögum. Við bjóðum upp á fullkomna leið til að hrista hópinn saman, bokstaflega!

Kramhúsið er í miðbænum í nálægð við menningu, mannlíf, vín- og veitingastaði. 

Í Kramhúsinu eru tveir salir. Efri salurinn er rúmgóður og honum fylgir búningsklefi og gufa auk aðstöðu á útipallinum að tíma loknum. Neðri salurinn er minni og heldur vel utan um hópinn en honum fylgir takmörkuð aðstaða. Ef hópurinn er mjög stór er hægt að skipta honum í tvennt og hóparnir sýna hvor öðrum afraksturinn. 

Við getum einnig sent kennara til ykkar í partýið eða á vinnustaðinn, og vinsælt hefur verið að fá kennara frá okkur til að koma dansgólfi af stað á árshátíðum og brúðkaupum. 

Tímar í boði

Afró, Afrobeat, Beyoncé, Britney, Bollywood, Broadway, Bugsy Malone, burlesque, Charleston+1920s, Chicago, dancehall, drag extravaganza, diskó, Eurovision, Flashdance, hefðbundið leikjahópefli, hip hop, húlla, jóga, klappstýrufjör, Lady Gaga, leiklistar- og spunahópefli, Lizzo, Madonna, magadans, Magic Mike, Moulin Rouge, Rocky Horror, Sensual Fusion, Shakira, Spice Girls, stelpubönd, strákabönd,  Tik Tok-dansar, Tina Turner, Twerk Special, Vogue, 80s, 90s, 00s… og við getum einnig sett okkur inn í sérstakan stíl ef hann er í uppáhaldi hjá hópnum. Kennararnir okkar búa yfir fjölbreyttri reynslu þetta eru bara dæmi um tíma sem við getum boðið upp á.

Ef þú ert í vafa um hvað myndi henta þínum hópi þá er hér próf sem getur hjálpað þér að glöggva þig á hvað gæti hentað hópnum þínum

Hafa samband

Hafðu samband í gegnum þetta form og við svörum á skrifstofutíma. Ef fyrirvarinn er stuttur getur verið að við hringjum.

Vinsamlega athugið: Ef hætt er við bókun með minna en tíu daga fyrirvara neyðumst við til að rukka fullt verð. Húsið og kennararnir okkar eru umsetin. Með því að fylla út formið og senda okkur það samþykkir þú þessa skilmála.

umsagnir

kennarar

Berglind Jónsdóttir elskar nostalgíska svísutónlist. Hún er jazzballetgella sem hefur einstakt lag á að smíða aðgengilega stuðtíma. Berglind er sérfræðingur okkar í Britney, Spice Girls, Eurovision og almennri nostalgíu.

Íris Stefanía hefur æft og kennt magadans í bráðum 20 ár. Hún leggur áherslu á allt sem tengist unaði, valdeflingu og gleði. Hún er líka spunakerling og sirkusgrúskari og hefur séð um alls kyns hópefli þar sem leikgleði, spuni, sirkus- og traustæfingar eru í aðalhlutverki.

Kristín Bergs kennir Afró, jóga og Afró&jóga blöndu. Hún er einnig mjög góð í að dansa samba!

Margrét Erla Maack er þekkt fyrir fyndnar útskýringar á danssporum. Hún les vel í hópa og er deildarstjóri rassahristideildar Kramhússins. Hún kennir mestmegnis Burlesque og Beyoncé í gæsunum, en hefur yfir 30 mismunandi stíla í rassvasanum, frá magadansi til Magic Mike.

Nadia Semichat byrjaði að kenna magadans hjá okkur en er ein af fjölmörgum Beyoncé- og skvísudanskennurum hússins. Hún smíðaði hið vinsæla námskeið Hips Don’t Lie sem blandar saman magadansi, suður-amerískum dönsum, afró, hip hop og fleiru. 

Róberta Michelle Hall er húllaskvísan okkar. Hún kennir ótrúlega skemmtilega húllatíma en kennir einnig burlesque, Beyoncé, skvísudansa ýmiskonar og diskó.

Sandra Sano Erlingsdóttir er jörðin í kennarahópnum. Afró er hennar sérgrein sem og hin fjölbreytta flóra hip hopsins. 

Sigríður Ásgeirsdóttir er með ofnæmi fyrir lélegri tónlist. Tímar Siggu eru heitir, sveittir og sexí. Dansstílar samtíma-poppdrottninga eru sérgrein Siggu og hún hjálpar hópnum að finna sensjúal sjálfið.