skilmálar

Æfingar í Kramhúsinu

Vinsamlegast farið vel yfir skráningu  og kaup á námskeiðum, er allt rétt? Dagsetning, námskeið, getustig o.s.frv.

Það kemur fyrir að ekki er hægt að leiðrétta skráningu og kaup eftirá. Vinsamlegast farið vel yfir skráningu og kaup á námskeiðum, er allt rétt; dagsetning, námskeið, getustig o.s.frv. Það kemur fyrir að ekki er hægt að leiðrétta skráningu og kaup eftirá.

Þegar þú hefur gengið frá skráningu, námskeiðskaupum eða öðrum kaupum hjá Kramhúsinu í gegnum vefinn eða síma, hefur þú 14 daga til þess að falla frá kaupunum og óska eftir endurgreiðslu, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Ef viðburður sá sem keyptur er hefst innan 14 daga frá skráningu og kaupum átt þú hins vegar í engum tilvikum rétt á endurgreiðslu eða rétt til þess að nýta greiðsluna fyrir annan viðburð, sbr. 10. gr. áðurnefndra laga, nema í þeim tilvikum er viðburður fellur niður

Ef viðburður fellur niður, er skráðum þátttakendum boðið að færa skráningu á sambærileg námskeið, eiga inneign eða fá fulla endurgreiðslu. Ekki er heimilt að áframselja skráningu, námskeiðs- eða önnur viðburðakaup af Kramhúsinu með fjárhagslegum hagnaði og áskilur Kramhúsið sér full réttindi til ógildingar slíkra viðskipta .

Kramhúsið áskilur sér fullan rétt til að breyta eða eyða skráningu ef skráður þátttakandi uppfyllir ekki þau skilyrði sem sett eru fram í lýsingu námskeiðs eða viðburða.

Kramhúsið, kennarar hússins, starfsfólk og aðrir aðstandendur viðburða bera enga ábyrgð á persónulegum munum gesta námskeiða og viðburða fyrir, á meðan, eða eftir að þátttöku lýkur. Þátttakendur eru á eigin ábyrgð í Kramhúsinu og bera einir ábyrgð á sinni hegðun og heilsu og Kramhúsið er einungis ábyrgt ef hægt er að rekja líkamstjón gesta til stórfellds gáleysis af völdum Kramhússins eða starfsmanna þess.

Góða skemmtun!

 

Kort og greiðslur

Við tökum á móti kortum gefin út af Visa og Mastercard. Allar upphæðir eru í íslenskum krónum og innihalda alla þá skatta og gjöld sem ber að greiða.

Húsreglur og Persónuvernd

Kaupandi hefur kynnt sér húsreglur Kramhúsins og persónuverndarstefnu okkar.

Skilmálar þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur (ef fyrirtækið er með lögheimili í Reykjavík) eða Héraðsdómi Reykjaness (ef fyrirtækið er með lögheimili í t.d. Garðabæ eða Kópavogi)
Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.