Description
Til að koma til móts við aukna eftirspurn eftir stökum tímum og styttri tímabilum bjóðum við nú okkar kæru Kramverjum að droppa inn eftir hentugleika – hvort sem það er til að kynna sér ákveðna stíla áður en tekin er ákvörðun um að skrá sig á næsta námskeið – eða einfaldlega löngun til að hreyfa sig meira þennan daginn eða þessa vikuna 🙂
Þátttaka í stökum tíma er alltaf háð því að pláss sé á viðkomandi námskeið og við mælum ekki með að koma án þekkingar inn í námskeið sem sett eru upp fyrir framhaldshópa.
Ferlið felst einfaldlega í því að skrá sig í tímaskráningu og ganga síðan frá greiðslu hér fyrir valdan tíma.
Hægt er að velja einn stakan tíma eða vikuflæði sem býður þá uppá ansi marga möguleika.
Hádegisleikfimi er kl. 12:05 á mánudögum og miðvikudögum og skipta Hafdís og Ásdís með sér kennslunni
Föstudagshádegi breytast í meiri danshristing að hætti Siggu Ásgeirs.
Músíkleikfimin, sem við flokkum í 4:15 og 5:15, er eingöngu fyrir þau sem vita hvað þar er á ferð – harðlokaður einkahópur!
Gildistími er sólarhringur frá kaupum (þ.e. hægt er að tryggja sér aðgang degi áður en tiltekin tími er á dagskrá) og vikuaðgangur gildir í viku frá kaupdegi.
Við erum með þessu að stíga fyrstu skref inní nýja skráningarmöguleika og erum að vinna í því að koma langþráðu allsherjar opnu Kramhúskorti í umferð – þetta gerist allt … hægt og sígandi. Samfélagslega er það að verða einfaldara að opna námskeiðin og við erum að vinna í tæknimálunum (fækka þrepunum).
Með ykkur í liði þá finnum við lausnir og erum alltaf þakklát fyrir að heyra í ykkur og fá gagnrýni, hugmyndir og óskir.