Kynveran

English below

Umsjón: Íris Stefanía Skúladóttir

Eftirfarandi kvöldstund í boði:

Sunnudaginn 13. október / Klukkan 18.30 – 21.30.

Skráning á kramhusid@kramhusid.is

KYNVERAN – Kveiktu á kynorkunni. Námskeiðið er fyrir allar konur sem vilja stækka og dýpka tengslin við sig sjálfar.

Description

KYNVERAN – Kveiktu á kynorkunni / Kynverukvöldstund með Írisi.

Eftirfarandi kvöldstund í boði:

Sunnudaginn 13. október / Klukkan 18.30 – 21.30.

Skráning á kramhusid@kramhusid.is

Námskeiðið leggur áherslu á að kveikja á okkar innri kynveru með dansi, öndunaræfingum, hristingi, hreyfiflæði, teygjum og góðu og gefandi samtali um sjálfsást, sjálfsfróun og sjálfsmynd. Við leggjum áherslu á unað og allt það góða með það að markmiði að stækka sem manneskjur og elska okkur meira.

Námskeiðið er fyrir allar konur. Ungar sem aldnar, óléttar, nýbakaðar mæður, transkonur, hinsegin konur, konur á breytingaskeiðinu, konur sem eru búnar á breytingaskeiðinu, stórar konur og litlar konur, fyndnar konur og alvarlegar konur. Allar konur, svo lengi sem þær vilja stækka og dýpka tengslin við sig sjálfar.

Í pásunni fáum við dýrindis smakkbakka frá Kramber. Hver og ein mætir í þægilegum fötum sem er gott að hreyfa sig og svitna í og með bók til að skrifa í.

Kennari er Íris Stefanía Skúladóttir sviðslistakona sem hefur unnið með líkama og líf kvenna í verkum sínum. Hún leggur áherslu á unað, tabú, skömm og þrár. Ákvörðunarréttur kvenna til að gera það sem þær vilja með líkama sinn og líf sitt hefur verið útgangspunkturinn í verkum Írisar. Hún hefur meðal annars safnað og gefið út sjálfsfróunarsögur kvenna og haldið söguhringi þar sem sögur sem tengjast efninu eru sagðar. Gert útvarpsleikhúsverk um eldri konur og rétt þeirra til að vera kynverur, verk um konur sem kjósa að eignast ekki börn og verk um náttúruhneigð og unað í fæðingum. Íris kennir einnig magadans í Kramhúsinu og víðar.

 

The teacher is Íris Stefanía Skúladóttir, a performance artist who has worked with women’s bodies and lives in her work. She emphasizes pleasure, taboos, shame and desire in her works. Women’s right to do what they want with their bodies and lives has been the starting point of Iris’s practice. Among other things, she has collected and published women’s masturbation stories and held story circles where stories related to the topic are told. She has done a radio theater piece about older women and their right to be sexual beings, a story circle about women who choose not to have children, and performances about ecosexuality and orgasmic birth. Íris also teaches Belly dance courses at Kramhúsið and elsewhere. 

ÖNNUR NÁMSKEIÐ

bRIAN

Somatic movement

image0 (1)

Kabarett

asavalky

Valkyrjur

IMG_7927

Jazz

hafids

Músíkleikfimi