HÚSREGLUR KRAMHÚSSINS

  • Í Kramhúsið kemur fólk til vera en ekki til að verða. Munum það.
  • Mætum með virðingu og sýnum tillitsemi og kurteisi.  
  • Útiskó og blaut útiföt ber að setja á rétta staði í forstofu.
  • Mundu að snyrtileg og hrein æfingaföt bera þér vitni. Mjúk föt eru betri en stíf en annars eru engar útlitsreglur aðrar en að þátttakendum ber að hylja sig.
  • Ef æft eða dansað er á skóm þurfa sólar að vera viðeigandi og hreinir.
  • Allir gestir æfa á eigin ábyrgð og bera fulla ábyrgð á sér og sínum.
  • Höldum dýnunum snyrtilegum, þerrum af eftir notkun og hengjum upp .
  • Göngum frá eftir okkur. Brjótum teppin fallega saman og setjum púðana á sinn stað.
  • Skiljum við salina og búningsherbergi eins og við viljum koma að þeim.
  • Virðum friðhelgi einkalífsins. Snjallsímar er ekki vel séðir í sal og bannaðir í búningsherbergjum.
  • Vinsamlega biðjum alltaf um leyfi til myndatöku – það er oftast veitt.


Markmið Kramhússins – Our ambitions

Við viljum að viðskiptavinir fari léttari í lund úr húsi hverju sinni.

Að hver heimsókn næri gesti og ætíð sé tilhlökkun í næsta tíma.

Við viljum vera sanngjörn og treystum okkar fólki til hins sama.

Gagnrýni er rýni til gagns og við viljum vita hvað má gera betur.

Ef viðskiptavinir gleyma handklæði og fá lánað hjá okkur þá vitum við að því verður skilað þurru og hreinu á sinn stað.

Gleymdir munir bíða eiganda síns af því að Kramverjar virða eigur annarra.


Leikfimi – Músíkleikfimi – Hádegisleikfimi

Þetta eru kvennatímar. Einstaka karl hefur hlotið náð og fengið að vera með en það er undantekning og skráning er því ekki opin fyrir karlmenn.

Sumar koma snemma, aðrar koma seint – og stundum þarf að þjóta úr tíma og það er allt í lagi. Betra að sprikla í stutta stund en kveljast með fúla lund.


Yoga – Pilates – Opnir tímar og lokuð námskeið

Byrjendanámskeið í yoga og pilates eru alltaf fámenn lokuð námskeið.

Byrjendur geta fært sig yfir í opna tíma hvenær sem er en ganga alltaf að því að á byrjendanámskeiðum er næði til að breiða úr sér, læra og gera mistök.

Opnir tímar geta lokast þar sem skráðir þátttakendur hafa forgang.

Síðdegistímar í yoga eru dýrari – minni salur, meiri eftirspurn – lengri tími.

Ekki er hægt að skrá sig í staka tíma – einungis námskeið.

Opnir tímar – Drop In – eru almennt í boði flesta virka daga.

Ekki er hægt að bjóða vini að samnýta eina skráningu á námskeið.

Dans – Námskeið – Opnir tímar og lokuð námskeið

Byrjendanámskeið eru alltaf lokuð námskeið.

Byrjendur eru hvattir til að muna að allir geta dansað, enginn er að spá í þig 😉 (því allir eru uppteknir af sér). Það má breiða úr sér, læra seint og gera mörg mistök.

Opnir tímar eru námskeið sem geta lokast ef skráðir þátttakendur fylla sal.

Hvert námskeið er oftast í 6 vikur.

Ekki er hægt að skrá sig í staka tíma – einungis námskeið.

Opnir tímar – Drop In – eru almennt í boði flesta virka daga.

Ekki er hægt að bjóða vini að samnýta eina skráningu á námskeið.

Sturtur og gufa

Kvennaklefinn er á efri hæðinni – innaf forherbergi / garðskálanum!

Heilagur klefinn verður karlaklefi alla þriðjudags og fimmtudagsmorgna.

Þar eru bestur sturtur norðan Siglufjarðar og Svarfaðardals.

Vatnsgufan er í leyniklefa innaf sturtuherberginu. Susshhhhh!

Matur og drykkir

Í Kramhúsinu kemur vatn úr ýmsum krönum – og gott að sami aðili muni eftir að skrúfa fyrir eftir að búið er að skrúfa frá 😉

Vatnsdunkar með köldu vatni og endurnýtanleg plastglös nýtast til að svala þorstanum.

Við mælum samt með að viðskiptavinir mæti með eigin vatnsbrúsa – og fylli á úr vatnskrana yfir vaski en ekki úr takmörkuðum birgðum vatnsdunks á borði.

Við erum Kramhúsið en ekki búðin né barinn og biðjum viðskiptavini að virða það að matur er almennt ekki æskilegur inn í búningsherbergi né sali.

Við ræktum ýmsa anda og giggja gestir og gæsir mega margt.

Það má alltaf gera undantekningar á öllum andans reglum!

Já – við eigum upptakara! EN glerglös eru ekki æskileg.

Fatnaður

Barnanámskeið – mjúk föt og auðvelt að fara úr sokkum

Breik og Fortnite – mjúk og hrein föt og hreinir skór. Gott að vera með hnéhlífar og húfu þegar líða fer á námskeiðið. Vatnbrúsi er hluti af lúkkinu.

Afró – þar dansa allir á berfættir til að ná réttu jarðsambandi. Allskonar klæðnaður klæðir allskonar fólk. Handklæði og tilheyrandi eftir tíma.

Beyoncé dansar, Broadway og Jazzballett – gott að vera með íþróttaskó en muna að sumir dansa kalla á hæla, glimmer og glamúr. Föt í stíl.

Flamenco – Pils sem sveiflast og réttu hælaskórnir eru algjört möst hér.

Zumba – þetta eru sveittir tímar. Íþróttafötin eru best hér og góðir hreinir skór.

Leikfimi, yoga, pilates – vertu eins og þér líður best