Description
Mikil ánægja hefur verið undanfarin ár með námskeiðið sem haldið hefur verið í Kramhúsinu fyrir skjólastæðinga styrktarfélagsins Ás.
Dansinn er í Kramhúsinu Skólavörðustíg 12 fyrir starfsmenn með fötlun hjá Ási styrktarfélagi og aðra áhugasama. Aðstoðarfólk þeirra sem þurfa er velkomið og þarf hvorki að skrá sig né greiða fyrir þátttöku.
Best er að vera í mjúkum og þægilegum fötum og mæta með íþróttskó/mjúka skó. Verð: 29.800 kr.
Ath. aðgengi hentar ekki fólki í hjólastólum.
Kennslan miðast við hreyfigetu og áhugasvið þátttakenda.
Áhersla á dans og leiki ásamt uppbyggjandi æfingum.
Best er að vera í mjúkum og þægilegum fötum og mæta með hreina íþróttskó/mjúka skó.
Takmarkaður fjöldi kemst að hverju sinni og námskeiðið er háð því að lágmarksþátttaka náist.