INNSKRÁNING

Burlesque

Umsjón: Margrét Erla Maack

Burlesque 

Dýrðarljómi liðinna tíma svífur yfir vötnum þar sem lostagyðjan lætur á sér kræla. Burlesque hefur heldur betur slegið í gegn í Kramhúsinu og leiðir Margrét Erla Maack kennsluna. Upp úr þessum námskeiðum hafa margir burlesque-sýningarhópar orðið til: Dömur og herra hafa nú starfað í fimm ár og skemmt um víðan völl, til dæmis á Brighton Fringe; Túttífrútturnar sem unnu Best Ensemble á Reykjavík Fringe Festival 2021; og Sóðabrók sem unnu í ár Audience Favorite á sömu hátíð.

UPPELT! Burlesque byrjendur  – 6. sept. – 11. okt. 
UPPSELT! Burlesque byrjendur og miðstig  – 6. – sept. -6. des.
Burlesque miðstig  – 18 okt.- 6. des.
Burlesque framhald  – 4. okt. – 6. des.

Nánari lýsing

Hleyptu þinni innri dívu út í vernduðu umhverfi.  

Burlesque byrjendur 
Byrjendanámskeiðin henta fólki með engann og alls konar dansbakgrunn. Farið er í grunnspor og tækni, karakteravinnu og vinnu með leikmuni. Vinsamlega athugið að í grunninn er burlesque fullorðins skemmtun sem snýst að miklu (en ekki öllu) leyti um að fækka klæðum. Í byrjendatímum er ekki farið úr neinu. Skemmtilegir og gefandi tímar hvort sem þú stefnir á að finna sexíið á ný og fara í hláturskast einu sinni í viku eða stefnir upp á svið.
Námskeiðið er sex vikur og um miðjan október hefst miðstigsnámskeið.
Vinsamlega athugið að námskeiðið er ætlað “shes, theys and gays.”
Burlesque framhald/miðstig
Burlesque framhald er ætlað þeim sem hafa góðan grunn í burlesque og hafa atriðahugmynd sem þau vilja taka áfram. Námskeiðið hefst í byrjun október og lýkur með nemendasýningu í Þjóðleikhúskjallaranum í lok nóvember/byrjun desember.  Athugið að hugmyndin þarf alls ekki að vera fullmótuð. Fyrstu 2-3 tímana vinnum við í hópatriði og spjöllum um atriðin sem við ætlum að gera. Síðan förum við á flug að skapa atriði og vinna í þeirri tækni sem Margréti finnst að komi sér vel hvað varðar hópinn.
Burlesque byrjendur og miðstig
Námskeiðið sem hefst um miðjan október er fyrir byrjendur og miðstig. Dýpra er farið í burlesque-dansinn sjálfan og unnið að hópatriði sem verður sýnt á burlesque nemendasýningu í lok nóvember/byrjun desember í Þjóðleikhúskjallaranum.

Burlesque er vaxandi listform hér á landi, ekki síst að þakka umsjónarkennara námskeiðsins, Margréti Erlu Maack. Hún kemur reglulega fram ásamt Reykjavík Kabarett og á hinum goðsagnakennda The Slipper Room NYC.

Markmið námskeiðsins er að kveikja á sköpunargleðinni og skapa atriði, karakter og koma sér út úr skelinni. Burlesque er kynþokkafullur kabarettdans sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga síðastliðin ár. Tímarnir eru miðaðir að byrjendum, en þeir sem hafa dansbakgrunn fá mikið út úr þeim engu að síður – og hentar fólki sem stefnir að því að koma fram á sviði en líka þeim sem vilja bara koma út úr skelinni og skora á sjálfar sig.

The aim of the course is to ignite the joy of creation and create items, character, and get out of the shell. Burlesque is a sexy cabaret dance that has undergone a renewal of life in recent years. The classes are aimed at beginners, but those with a dance background get a lot out of them anyway – and are suitable for people who aim to perform on stage but also for those who just want to get out of their shell and challenge themselves. All Burlesque Courses and Workshops are for women over the age of 18 – unless otherwise stated. Workshops will be announced later in connection with the arrival of guest teachers to the country. Launch your inner diva into a protected environment.

Öll Burlesque námskeið eru ætluð eldri en 18 ára –  “shes, theys and gays.”

Fyrri hluti hefst 6. september, 6 vikna námskeið til 11. október.  Næstu 8 vikurnar, frá 18. október til 6. desember er haldið áfram og hugsanlega hægt að bæta reyndum nemendum í hópinn. Framhaldshópurinn byrjar sitt námskeið 4. október og lýkur með sýningu í lok nóvember eða byrjun desember.

Klæðnaður: Þægilegur þannig að hann hindri ekki hreyfingar og en að öðru leiti má klæðast hverju sem er 🙂 / Clothing: Comfortable that does not impede movement and otherwise, you can wear anything 🙂

Viðbótarupplýsingar

Burlesque

VOR22 Seinni hluti frh námskeiðs frá 19. april, V:22 Byrjendur/Beginners 6 weeks 1.3-5.4. 2022, V:22 Framhald/ Advanced & Bubblur 26.feb + 10 vikur 1.mars-maí 2022, V:22 Framhald/ Advanced 10 vikur 1.mars-maí 2022, V:22 Bubblur&Burlesque 26.feb kl.17:00

ÖNNUR NÁMSKEIÐ

Táp & fjör - danstímar fyrir herra

Britney style - Millenníur

Djúsí Mini retreat - Jóga, dans og tónheilun

Grænt Kort