Burlesque

English below
Næsta námskeið hefst í janúar 2025
*Nánari lýsing neðar

Description

English below

Kennarar: Margrét Erla Maack og Róberta Michelle Hall

 

Hleyptu þinni innri dívu út í vernduðu umhverfi.  

Öll Burlesque námskeið eru ætluð 18 ára og eldri oog eru ætluð shes and queers, gays and theys.

Sex(í) vikna Burlesque  námskeið þar sem farið er í hreyfiheim klassísks burlesque. Hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. Tilvalið fyrir forvitna og þau sem hafa sterkan grunn og vilja styrkja grunninn.

Dýrðarljómi liðinna tíma svífur yfir vötnum þar sem lostagyðjan lætur á sér kræla.  Burlesque er kynþokkafullur kabarettdans sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga síðastliðin ár. Námskeiðin henta fólki sem stefnir að því að koma fram á sviði en líka þeim sem vilja koma út úr skelinni og skora á sjálf sig. Farið er í grunnspor og tækni, karakteravinnu og vinnu með leikmuni. Margrét Erla og Róberta munu báðar kenna á þessu námskeiði og skipta á milli sín kennslunni.

Vinsamlega athugið að burlesque er fullorðins skemmtun sem snýst að miklu (en ekki öllu) leyti um að fækka klæðum. Hreyfingafrasar eru skapaðir, sviðsframkoma, hreyfigæði, mismunandi stílar og karakterar. Skemmtilegir og gefandi tímar hvort sem þú stefnir á að finna sexíið á ný og fara í hláturskast einu sinni í viku eða stefnir upp á svið.

_______________

Teachers: Margrét Erla Maack & Róberta Michelle Hall

 

Release your inner diva in a protected environment.

All Burlesque courses are intended for people over 18 and are intended for shes and queers, gays and theys.

A six-week Burlesque course that explores the movement world of classic Burlesque. Suitable for both beginners and advanced.

Burlesque is a sexy cabaret dance that has undergone a revival in recent years. The courses are suitable for people who aspire to perform on stage, but also those who want to come out of their comfort zone and challenge themselves. Basic steps and techniques, character work and work with props. 

Please note that Burlesque is an adult entertainment that is largely (but not entirely) about reducing the number of clothes. Movement phrases are created, stage presence, movement quality, different styles and characters. Fun and rewarding classes, whether you aim to find your sex appeal and have a laugh once a week or aim for  performing on stage. 

Additional information

Burlesque

VOR22 Seinni hluti frh námskeiðs frá 19. april, V:22 Byrjendur/Beginners 6 weeks 1.3-5.4. 2022, V:22 Framhald/ Advanced & Bubblur 26.feb + 10 vikur 1.mars-maí 2022, V:22 Framhald/ Advanced 10 vikur 1.mars-maí 2022, V:22 Bubblur&Burlesque 26.feb kl.17:00

ÖNNUR NÁMSKEIÐ

IMG_7927

Jazz

hafids

Músíkleikfimi

kynveran

Kynveran

ásdís

Bein í baki 65+

Margret

Skvísulæti