Description
English below
Kennari: Birna Karlsdóttir
Fimmtudagar kl. 16:10-17:20
Contemporary-/Samtímadans tímar Kramhússins eru metnaðarfullir tímar sem eru tilvaldir fyrir þau sem hafa grunn í dansi-/fimleikum eða öðru álíka. Námskeiðin eru byggð upp með kröftugum kennurum úr samtímadanssenunni á Íslandi og stundum erlendis frá og eru tímarnir því mjög fjölbreyttir. Sex vikna lotur með hverjum kennara fyrir sig. Það er því mismunandi hvernig tíminn er uppbyggður eftir því hvaða áherslur hver og einn kennari hefur en dansgleðin er alltaf höfð í hávegum.
Birna Karlsdóttir er sjálfstætt starfandi dansari og danshöfundur sem hefur einbeitt sér að því að efla styrk og bæta líkamlega getu í störfum sínum síðustu ár. Birna útskrifaðist með BA gráðu af samtímadansbraut frá Listaháskóla Íslands og fór í skiptinám við Royal Conservatoire of Scotland and Glasgow. Á síðasta ári hefur hún starfað sem kennari við Klassíska Listdansskólann ásamt öðrum verkefnum tengdum dansi. Tímarnir hennar eru flæðandi og reyna á líkamsvitund, þol, úthald og styrk.
_________________________________
Teacher: Birna Karlsdóttir
Thursdays at 4:10-5:20pm
The Contemporary dance classes are ambitious classes that are ideal for those with a background in dance-/gymnastics or similar. The courses are structured with powerful teachers from the contemporary dance scene in Iceland and sometimes from abroad, so the classes are very varied. Six week sessions with each individual teacher. It is therefore different how the class is structured depending on the focus of the teacher, but the joy of dancing is always held in high regard.
Birna Karlsdóttir is a freelance dancer and choreographer who has focused on strengthening and improving physical ability in her work for the past few years. Birna graduated with a bachelor’s degree in contemporary dance from the Iceland Academy of the Arts and went on an exchange program at the Royal Conservatoire of Scotland and Glasgow. In the last year, she has worked as a teacher at the Classical Art School, along with other dance projects. Her classes are flowing classes that test body awareness, stamina, endurance and strength.