Fólkið í Kramhúsinu #1
Fyrsti þátturinn af Fólkinu í Kramhúsinu er viðtal við Rosönu Ragimova Davudsdóttur. Rosana starfaði sem atvinnumagadansari við Persaflóa á árunum 2006-2008 og hefur kennt magadans í Kramhúsinu frá því að hún kom heim. Rosana hefur farið víða í gegnum ævina og segir hún okkur frá því hvernig líf hennar þróaðist frá því að vera íslensk bóndakona yfir í að vera atvinnumagadansari.