Nánari lýsing
Lengd/tímafjöldi: 6 vikur (2x í viku)
Kennari: Jeffre Scott
Vegas Jazz / Showgirls eru á þriðjudögum kl. 20:50-21:50 – efri salur.
Ballet / Barr tækni er á fimmtudögum kl. 20:50-21:50 – neðri salur.
Showgirls er sýningar- og dansform sem nær aftur til seinni part 18. aldar þar sem fáklæddar konur dönsuðu með fjaðrir á kabarettsýningum á stöðum eins og Moulin Rouge, Le Lido og Folies Bergére. Jeffre Scott hefur áratuga reynslu sem atvinnudansari í Vegas á stórum sýningum þar. Á námskeiðinu verður farið yfir pósur og stílinn sem gerðu Showgirls frægar, sögu Showgirls, jazz-upphitum og gólfæfingar.
Námskeiðin hefjast 4.nóvember og lýkur 9. desember.
(ath. þar sem upphafstíma var seinkað verður unnið með hópnum hvort um tvöfalda tíma verður að ræða síðustu vikuna eða framlengt um viku)