Nánari lýsing
ENGLISH BELOW
Dans, tónlist og skapandi leikir fyrir þriggja ára börn með foreldri/forráðamanni
Guðbjörg Arnardóttir hefur séð um þessi námskeið og haldið utan um yngstu dansara Kramhússins til margra ára. Hún hefur mikla reynslu og miðlar því vel og fallega. Anna Hera og Ása Valgerður munu einnig kenna og taka þátt í leikgleðinni. Kennararnir þrír sjá um mismunandi hluta námskeiðsins og verður hver með sínar áherslur í tónlist og hreyfingu.
Guðbjörg hefur sérhæft sig í dansi og skapandi hreyfingu og notar leiki til að miðla til barnanna. Anna Hera notast við svipaðar aðferir en leggur sérstaka áherslu á samvinnu barns og foreldris (ContaKids tækni) þegar það á við. Ása Valgerður er menntaður tónlistarkennari og kórstjóri, með mikla reynslu á þeim sviðum og mun leggja áherslu á söng, hreyfingu og taktþjálfun.
_________
Dance, music and creativity
Three year olds – accompanied by an adult
Saturday mornings at 9:45 – 10:30 for 6 weeks. Starting on the 16th September.
Guðbjörg teaches dance and movement through play. Anna Hera teaches ContaKids where children and adults play together and Ása Valgerður focuses on musicality and rhythm.