Nánari lýsing
Dans, tónlist og skapandi leikir fyrir 4-5 ára börn – sjálfstæð.
Guðbjörg Arnardóttir hefur séð um þessi námskeið og haldið utan um yngstu Kramverjana til margra ára. Hún hefur mikla reynslu og miðlar því vel og fallega. Í vetur munu Anna Hera og Ása Valgerður bætast í kennarahópinn og taka þátt í leikgleðinni. Kennararnir þrír sjá um mismunandi hluta námskeiðsins og verður hver með sínar áherslur í tónlist og hreyfingu.
Guðbjörg hefur sérhæft sig í dansi og skapandi hreyfingu og notar leiki til að miðla til barnanna. Anna Hera notast við svipaðar aðferir en leggur sérstaka áherslu á samvinnu barns og foreldris (ContaKids tækni) þegar það á við. Ása Valgerður er menntaður tónlistarkennari og kórstjóri, með mikla reynslu á þeim sviðum og mun leggja áherslu á söng, hreyfingu og taktþjálfun.
Hvert námskeið stendur í 6 vikur og tvö tímabil eru í boði á haustönn.
Vetrarfrí laugardaginn 22.október, nýtt námskeið hefst eftir það og haustönn lýkur laugardaginn 3.desember
Kennt á laugardögum frá klukkan 11:25 til 12:15 – Takmarkaður fjöldi kemst að hverju sinni.
Hvert námskeið stendur í 6 vikur og tvö tímabil eru í boði á haustönn.
Fyrsti tíminn verður laugardaginn 10.september og tímabilinu lýkur 15.október.