Nánari lýsing
Tilvalið fyrir vini sem vilja gera eitthvað skemmtilegt saman einu sinni í viku, þá sem eru búnir að gleyma hvernig á að dansa eftir samkvæmislífslægð heimsfaraldursins og skora á sig einu sinni í viku / Ideal for friends who want to do something fun together once a week, those who have forgotten how to dance and want to challenge themselves once a week.
Mælum með fötum sem hægt er að hreyfa sig í og innanhússíþróttaskóm eða berfættir.
Kennt er á miðvikudögum kl. 21:15 og hefst námskeiðið 12. október og dagskráin er svona / Classes are held on Wednesdays at 21:15 and the course starts on October 12th and the program is as follows:
12. okt: 90´s og strákabönd / Boybands
Berglind Jóns er í tímavél þar sem Backstreet Boys, NSYNC, Boyzone, Five, Westlive og kannski slæðist One Direction inn ef óskað er eftir.
19. & 26. okt: Breik/ Break
Nicholas Fishleigh, aka Bboy Fish, kennir Breakdans.
2. nóv: Er djamm snilld?/ Is Jamming brilliant?
9. nóv: Djamm er snilld / Jamm is brilliant
Nú þegar nemendur hafa náð tökum á strákabandasporum og breakdansi er komið að Siggu Ásgeirs að leiða tíma þar sem farið er í hvernig við nýtum það sem við kunnum á dansgólfinu og á djamminu. Einnig fáum við svarið við spurningunni: Hvernig er maður töff við powerballöður?
16. nóv: Jazzballett / Jazz ballet
Eftir sveitta djammdanstíma er komið að því að móta okkur í alvöru jazzballettíma. Upphitun, úr horninu, kóreógrafía, pas-de-pourée og kannski jazzhands. Jeffre Scott kennir tímann.
23. & 30. nóv: Magic Mike
Og þá er komið að því að vera sexí! Magic Mike tímarnir eru þeir vinsælustu í steggjunum og hér vinnum við með slow burn, dulúð og sexí tónlist. My saddle’s waiting, come and jump on it.
ATH Námskeiðið hefst með fyrirvara um næga skráningu.