Nánari lýsing
Mikil ánægja hefur verið undanfarin ár á námskeiði sem haldið er í Kramhúsinu fyrir skjólastæðinga styrktarfélagsins Ás.
Nú er kominn tími til að hleypa fleiri dansglöðum félögum í salinn og er þetta námskeið opið öllum sem sjá um sínar ferðir sjálf, hvort sem viðkomandi mætir með aðstoð eða á eigin vegum. Að sjálfsögðu þarf hvorki að skrá né greiða fyrir aðstoðarfólk.
Öll kennsla miðast við getu og áhugasvið þátttakenda og tónlistarval ásamt dansstíl, er því í sífelldri mótun.
Ef vel gengur mun tímabilið lengjast og nýtt námskeið taka við í beinu framhaldi svo hægt verði að dansa fram að aðventu.
Það er kominn tími til að leyfa öllum að dansa – og nú tekur Tvisturinn við 🙂