Nánari lýsing
Mikil ánægja hefur verið undanfarin ár með námskeiðið sem haldið hefur verið í Kramhúsinu fyrir skjólastæðinga styrktarfélagsins Ás.
Nú er kominn tími til að hleypa fleiri dansglöðum félögum á dansgólfið og er þetta námskeið einnig opið öllum sem sjá um sínar ferðir sjálf, hvort sem viðkomandi mætir með aðstoð eða á eigin vegum. Að sjálfsögðu þarf hvorki að skrá né greiða fyrir aðstoðarfólk.
Kennslan miðast við hreyfigetu og áhugasvið þátttakenda.
Áhersla á dans og leiki ásamt uppbyggjandi æfingum.
Best er að vera í mjúkum og þægilegum fötum og mæta með hreina íþróttskó/mjúka skó.
ATH. ekki er aðgengi fyrir fólk í hjólastól
Takmarkaður fjöldi kemst að hverju sinni og námskeiðið er háð því að lágmarksþátttaka náist.