Styrkjandi dansnámskeið 10 vikur Vorönn I 2023

Kennari: Erna Guðrún Fritz

Styrkjandi og skemmtilegt dansnámskeið

Kennt einu sinni í viku – á þriðjudögum kl.14:00-15:00

Námskeiðið stendur frá 31. janúar – 4. apríl

Erna Guðrún danskennari kemur úr fæðingarorlofi og tekur aftur við hópnum og mun halda gleðinni á lofti á dansgólfi Kramhússins fyrir skjólstæðinga Styrktarfélagsins Ás og aðra.

 

27.200 kr. or 13.600 kr. / á mánuði í 2 mánuði

In stock

Choose a purchase plan:

Nánari lýsing

Mikil ánægja hefur verið undanfarin ár með námskeiðið sem haldið hefur verið í Kramhúsinu fyrir skjólastæðinga styrktarfélagsins Ás.

Nú er kominn tími til að hleypa fleiri dansglöðum félögum á dansgólfið og er þetta námskeið einnig opið öllum sem sjá um sínar ferðir sjálf, hvort sem viðkomandi mætir með aðstoð eða á eigin vegum. Að sjálfsögðu þarf hvorki að skrá né greiða fyrir aðstoðarfólk.

Kennslan miðast við hreyfigetu og áhugasvið þátttakenda.

Áhersla á dans og leiki ásamt uppbyggjandi æfingum. 

Best er að vera í mjúkum og þægilegum fötum og mæta með hreina íþróttskó/mjúka skó.

ATH. ekki er aðgengi fyrir fólk í hjólastól

Takmarkaður fjöldi kemst að hverju sinni og námskeiðið er háð því að lágmarksþátttaka náist.

Viðbótarupplýsingar

Dansnámskeið - Tvisturinn

VOR22 5 vikur 4. – 31. maí, 8 vikur Haust 2021, 12 vikur/önnin Haust 2021

ÖNNUR NÁMSKEIÐ

Beyoncé style

Magadans / Bellydance

Siggu tímar Sumar 2023

Pilates