Skvísulæti | Mán kl. 19:45 | 6 vikur 17. apríl I Vetur 2023

English below

 

Umsjón Skvísulæti: Margrét Erla Maack

Skvísulæti

Mánudagar kl.19:45
Næsta 6 vikna námskeið hefst 17. apríl – 22. maí.
*Nánari lýsing neðar

 

19.800 kr.

In stock

Nánari lýsing

Kennari: Margrét Erla Maack
Næsta sex vikna námskeið hefst 17. apríl
Kennt á mánudögum kl. 19:45
Á mánudögum kennir Margrét Erla Maack tímana, Beyoncé og hennar dansstíll er til grundvallar en með slæðist önnur gellumúsík eins og Rihanna, Lizzo, MIA, Lorde og fleiri. Nemendur mega endilega koma með óskalög til að nota í upphitun og í rútínum. Tímarnir henta byrjendum og lengra komnum, til grundvallar verða stuð, rassaskvettur og gellulæti. Tímarnir liðka og styrkja mjaðmir, bak og maga en eru fyrst og fremst geðrækt á mánudegi.

Margrét Erla er vel þekkt fyrir sín Beyoncé námskeið og önnur skvísugigg en hún skapaði þessi námskeið upphaflega. Búist var við að þarna væri tímabundin bylgja í gangi en það er engin leið að hætta og námskeiðin hafa þróast í takt við tímann og hver kennari finnur sinn stíl.

Best er að klæðast þægilegum léttum fatnaði og vera annað hvort með íþróttaskó eða berfættur.
_________

Teacher: Margrét Erla Maack
Next 6 weeks courses on Mondays at 19:45
Starting 17th April

On Mondays, Margrét Erla Maack teaches the classes Skvísulæti, which is kind of hard to translate. Focus will be on a pop femme style, and we dance to a variety of pop queens. The classes are suitable for beginners to advanced. The classes focus on strengthening and loosening up the hips, back and stomach, but primarily our mental health!

 

 

Viðbótarupplýsingar

Beyoncé

V:22 Byrjendur/Beginners 16.3-20.4, VOR22 Byrjendur/Beginners 27.4- 1.6, VOR22 Framhald/ Advanced 6 tímar 25.4-30.5, V:22 Byr/beg 12 vikur 16.3-1.6

ÖNNUR NÁMSKEIÐ

Græna kortið Vorönn 2023

Beyoncé style

Contemporary / Samtímadans

Afró