Nánari lýsing
Skrifum og dönsum … og skrifum okkur inn í sumarið!
Sannkölluð sumarnæring.
Kramhúsið og Auður Jónsdóttir rithöfundur bjóða upp á dagsnámskeið þar sem verður skrifað, dansað … og skrifað.
Kramhúsdrottningin sjálf, Hafdís Árna opnar daginn með hristingi og síðan tekur Auður við og þá verður penninn látinn dansa. Dansdívan Margrét Erla sér um kroppahristing eftir þörfum og getu gesta.
Í stuttu máli sagt: Andleg og
líkamleg tjáning! Ætlunin er að allir þátttakendur nái að byrja á verki sem er hægt að vinna með áfram. Áhersla verður lögð á túlkun tilfinninga í texta, hvernig nota má orðin til að skapa hughrif og ólíkar tilfinningar.
Og opna fyrir flæðið!
Dagskrá:
Húsið opnar kl. 8:45 Heitur kaffisopi og svalandi vatn bíður þátttakenda
Kl. 09:00 Upphitun að hætti Hafdísar Árnadóttur. Líkaminn vakinn og taugaendar opnaðir.
Fyrsta lota með Auði hefst að því loknu og stendur fram að hádegi.
Kaffi, vatns og pissupásur í boði eftir þörf og eftirspurn.
Kl.12:00 – 12:30
Léttur dans og hádegishristingur með Margréti Erlu Maack sem sér um að losa alla spennu og tengja listagyðjuna við matarlystina.
Hádegismatur frá Sumac – léttir, fallegir og nærandi réttir fyrir öll skynfæri.
Um kl. 13 hefst ritsmiðjan aftur og heldur áfram til kl. 18:00. Inná milli verða ótímasettar og óformlegum pásur, með kaffi og síðdegisbitum eftir þörfum.
Námskeiðinum lýkur með danssporum, gufu og gleði. Bubblur og brauðmeti ásamt hollri sumarsúpu.
Þátttakendur mæta með eigin tölvu og önnur skriffæri, handklæði og klæðnað til skiptanna eða í mjúkum fötum,
en matur, kaffi og önnur næring er innifalið.
ATH – Takmarkaður fjöldi kemst að hverju sinni og hvert námskeið er háð lágmarksfjölda þátttakenda.
Kynningarverð er í boði á þessu fyrsta námskeiði, 1. maí -> 28.800.-