Skráning

Skapandi hreyfing og tónlist fyrir 4-5 ára – Haust 2021

Frá: 8.266 kr. / á mánuði

Lengd/tímafjöldi: 12 vikur (1x í viku)
Umsjónarkennari: Sigga Soffía

Stórskemmtilegt námskeið fyrir börn á aldrinum 4-5 ára. Krakkarnir fá að kynnast skapandi starfi með leik, söng og hreyfingu undir leiðsögn fagfólks á sínu sviði.

12 vikna námskeið sem skiptist niður í þrjú mismunandi áherslutímabil. Tónlistarkennarar sjá um 4 tíma þar sem söngur og tónlist leiða tímana, danskennarar Kramhússins sér um skapandi og skoppandi dans og til liðs við leiklistina koma kennarar frá Leynileikhúsinu.

Kennt er á laugardagsmorgnum – kynningartími verður laugardaginn 11. september kl. 10:20.

Námskeiðið hefst svo laugardaginn 18. september og síðasti tíminn verður með aðventubrag þann 4. desember.

Það ræðst af fjölda skráðra og gildandi sóttvarnar reglugerðum hvort um eina eða tvær tímasetningar verður að ræða.

Fyrri tíminn er þá á dagskrá kl.9:30 og sá seinni kl.10:20 – og við minnum á tímaskráningar sem þarf fyrir komu í hvern tíma.

Umsjón með námskeiðinu hefur Sigríður Soffía Hafliðadóttir, söngkona, kórstjóri og kennaranemi sem hefur margra ára reynslu af vinnu með börnum á ýmsum aldri. Ásamt Hebu Eir Kjeld dansara, Olgulilju Bjarnadóttur tónlistarkonu og Arnari Dan leikara.

Hreinsa

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur:
Greiðslur

1 greiðsla, 2 greiðslur, 3 greiðslur