Nánari lýsing
Þetta er alvöru – Ágúst upphitun, frá 16. ágúst
& Haust 2022, tímar tvisvar í vikur frá 6. september til 6. desember
Umsjón: Sigga Ásgeirs
Sigga Ásgeirs hefur soðið saman alls konar stíla sem eiga það sameiginlegt að vera sensual. Orkumiklir timar sem eru krefjandi en þó aðgengilegir. Sigga er æði og þessir tímar einfaldlega massa gæði! En þar sem þú ert hér, getur eflaust ekki beðið eftir að byrja og ert að velja fullan pakka með Siggu og Sensual … þá veistu eflaust allt um það!
Sensual fusion plús ( framhald/advanced) á þriðjudögum kl. 18:15-19:30. Byrjar í 16. ágúst Fimmtudagstímarnir hefjast svo að fullu frá og með 8. september en skráðum hér býðst einn tími fimmtudaginn 25. ágúst kl. 17:15 – og allir Flex Body tímarnir í ágúst (sjá tímatöflu).
Nauðsynlegt er að hafa góðan grunn, þekkja stílinn og hafa verið í hópnum í nokkurn tíma til að taka fullan pakka. Innifalið er aðgangur að opnum grænum tímum Kramhússins og við mælum sérstaklega með Flex Body laugardagstímum, kl.11:00 fyrir þátttakendur Sensual Fusion Plús.
Þátttakendum býðst einnig að nýta ýmsa tíma til uppbótar ef vinna, ferðalög, veikindi eða annað koma í veg fyrir fulla nýtingu á eigin tímum – innan tímabilsins. Allir grænir tímar eru opnir og ef sértaklega er óskað eftir öðrum uppbótartímum þá má alltaf senda beiðni á kramhusid@kramhusid.is