Skráning

Pilates – Sumar 2021

19.800 kr.

Pilates er eitt aðalsmerki Kramhússins undanfarin ár þar sem orðspor kennara hússins er ansi gott og iðkendur vita hvaða sérstaða og gæði eru í boði.

Pilates byggist á kerfisbundnum og þaulhugsuðum æfingum.

Hver æfing virkjar kviðvöðvana og aðferðin leggur áherslu á að styrkja svæðið sem kallað er aflstöðin, þ.e. kviðinn, mjóhrygginn, ytri og innri lærvöðvana og rassinn. Markmið Pilates er að lengja, styrkja og stæla líkamann án þess að vöðvarnir verði fyrirferðarmeiri. Kerfið heldur iðkendum við efnið, er hvetjandi, skemmtilegt og þaulhugsað tl að styrkja heilbrigðan líkama og gera hann að einni samræmdri heild. Eftir hvern tíma er fólk afslappað, endurnært og fullt orku. Helsti kostur Pilates er styrkur, þar má meðal annars nefna miðjustyrk, einbeitingu, samhæfingu, ryþma, flæði, öndun og nákvæmni.

Hægt er að velja milli þess að vera í hádegis- eða síðdegistímum.

Hádegistímarnir eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 12:15-13:00 og síðdegistímarnir eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:20-18:05.

Hádegisnámskeiðið hefst mánudaginn 31. maí og síðdegisnámskeiðið þriðjudaginn 1. júní. Bæði námskeið standa yfir 5 vikur.

Umsjónarkennari er Margrét Weisshappel

Hreinsa val

SKU: N/A Flokkur:
Pilates S21

S21 Pilates hádegistímar, S21 Pilates kl. 17:20