Nánari lýsing
Kennari: Yuliana Palacios
Pilates er eitt aðalsmerki Kramhússins undanfarin ár þar sem orðspor kennara hússins er gott og iðkendur vita hvaða sérstaða og gæði eru í boði.
Pilates er þjálfunaraðferð sem samanstendur af teygju- og styrktaræfingum sem bæta jafnvægi líkamans.
Aðferðin stuðlar að aukinni líkamsvitund, bætir líkamsbeitingu og hjálpar við að fága hreyfingu kroppsins. Æfingarnar auka liðleika, snerpu og samhæfingu og hafa reynst mjög vel við að draga úr bakverkjum. Einbeiting, stjórnun, miðstýring, nákvæmni, flæði og öndun eru sex meginstöplar Pilates tækninnar. Þessir eiginleikar ásamt hugrænu þáttunum; greind, innsæi, ímyndunarafli, minni og vilja skapa heildræna og einstaka þjálfunaraðferð.
Íris Ásmundardóttir, dansari og barrekennari, öðlaðist barre-kennararéttindi hjá Barreworks (nú The Barre Collective) í London árið 2020 undir handleiðslu Vicki Anstey, samhliða BA námi í Rambert School of Ballet and Contemporary Dance. Hún hefur kennt bæði í London og Manchester hjá The Barre Collective og RESET, sem og hér á Íslandi. Eftir útskrift frá Rambert School dansaði Íris með Emergence Postgraduate Dance Company í Manchester. Íris hefur mikla trú á barre og pilates-styrktarþjálfun og fann á eigin skinni hvað það hjálpaði mikið til samhliða dansinum. Íris leggur mikla ástríðu í kennsluna sína og leggur jafnframt áherslu á að vera með persónulega og fagmannlega nálgun í hverjum tíma.
Yuliana Palacios er samtímadansari að mennt frá Háskólanum í Veracruz. Yuliana er einnig Pilates og Barre kennari. Hún hefur búið á Íslandi frá árinu 2016 og á því tímabili unnið við kennslu, sem danshöfundur og flytjandi dansverka auk þess að vinna að eigin verkefnum í samstarfi við annað listafólk. Frá árinu 2020 hefur Yuliana stýrt dansmyndahátíðinni Boreal á Akureyri.
Pilates hefur verið mikilvægur partur af þjálfun Yuliönu frá því hún lauk fyrst prófi sem pilateskennari fyrir 15 árum. Árin 2018 – 2021 kenndi Yuliana Pilates og samtímaadans í Kramhúsinu við góðan orðstír og er hún full eftirvæntingar vegna endurkomunnar.
Pilates mondays and wednesdays at 18:30
Course period 6 weeks starting on the 30th October – 6. December.
Pilates is one of the hallmarks of Kramhúsið in recent years, where the reputation of the house’s teachers is very good and our students know what specialties and qualities in class.
Pilates is based on systematic and well-thought-out exercises. Each exercise activates the abdominal muscles and the method focuses on strengthening the area called the power plant, ie. the abdomen, lumbar spine, the outer and inner thigh muscles and the buttocks. Pilates largely avoids high impact, high power output, and heavy muscular and skeletal loading. The system keeps practitioners engaged in the material, is inspiring, fun and well-thought-out in order to strengthen a healthy body and make it one cohesive whole. After each class, people are relaxed, refreshed, and full of energy. Pilates’ main benefit is strength, including central strength, concentration, coordination, rhythm, flow, breathing, and accuracy. Time is offered for people who have a foundation in Pilates and also those who are beginners.
Íris, dancer and barre teacher, obtained a barre teacher’s license at Barreworks (now The Barre Collective) in London in 2020 under the guidance of Vicki Anstey, alongside a BA at the Rambert School of Ballet and Contemporary Dance. She has taught both in London and Manchester at The Barre Collective and RESET, as well as here in Iceland. After graduating from Rambert School, Íris danced with the Emergence Postgraduate Dance Company in Manchester. Iris is a great believer in barre and pilates-strength training and felt in her own skin how much she helped alongside the dance.
Yuliana Palacios is a contemporary dancer from the University of Veracruz. Yuliana is also a Pilates and Barre teacher. She has lived in Iceland since 2016 and during that period worked teaching, choreographing and performing dance pieces as well as working on her own projects in collaboration with other artists. Since 2020 Yuliana has led the dance film festival Boreal in Akureyri. Pilates has been an important part of Yuliana’s training since she first graduated as a Pilates teacher 15 years ago. In 2018 – 2021, Yuliana Pilates taught and contemporary dance at Kramhúsið to good reputation and she is full of anticipation for her return.