Meðgöngumagadans

English below

Kennari: Íris Stefanía

Meðgöngumagadans 

Í boði eru 3ja og 6 vikna námskeið sem hefjast 14. september.

Kennt á fimmtudögum kl. 15:15-16:05

*Nánari lýsing neðar

 

No data was found

Nánari lýsing

Kennari: Íris Stefanía

Dulúðugi dansinn úr austrinu sem styrkir bak og maga og hentar alls konar líkömum og öllum aldri. Dansinn eykur úthald og hreyfigetu. Magadans hefur verið stundaður í árþúsundir til að auka frjósemi, á meðgöngu, í fæðingu og eftir barnsburð. Hreyfingarnar eru mjúkar, styrkja grindarbotninn og auka vellíðan.

Meðgöngumagadans – meðganga og fæðing

Þessir tímar eru fyrir ólétt fólk sem vill nýta sér aldagamla tækni magadansins til að liðka um og styrkja mjaðmir og auka vellíðan og hreysti á meðgöngu og fyrir þau sem vilja nýta sér dans og hreyfingu í fæðingu. 

Ekki er ráðlagt að dansa magadans ef þú ert með meðgöngukvilla á borð við of stuttan legháls, hækkaðan blóðþrýsting og annað sem gæti haft slæm áhrif á heilsu þína eða barnsins þíns. Við ráðleggjum þér að heyra í lækni ef þú ert í vafa um að magadans á meðgöngu sé fyrir þig.

Íris leiðir hópinn í gegnum mjúka upphitun og öndun og fer því næst í grunnspor magadansins sem eiga við á meðgöngu á meðan seiðandi tónar fylla rýmið. Við lærum að fylgja líkamanum og hlusta á það sem hann kallar á hverju sinni. Markmiðið er ekki að kunna rútínu eða spor utan af heldur að tileinka okkur það að hlusta á og fylgja líkamanum sem brátt fer í gegnum sitt stærsta ferðalag: að fæða barn. Við lærum tækni til að minnka sársauka í fæðingu, til að koma samdráttum af stað og lærum æfingar sem hjálpa okkur eftir barnsburð. Undir lok tímans eru teygjur og slökun og rými skapað til að deila sögum, vangaveltum, áhyggjum eða öðru sem varðar meðgöngu og fæðingu. 

Áhersla er á valdeflingu, vellíðan og unað og verður séð til þess að ótti og hræðsla nái ekki tökum á okkur. 

Íris fékk fyrst áhuga á magadansi eftir að frænka hennar mætti með dansandi jólagjöf inn í stofuna hjá foreldrum hennar milli jóla og nýárs árið 2003. Í kjölfarið skráði hún sig í magadans hjá Josy Zareen í janúar 2004 og var þá ekki aftur snúið. Hún hefur dansað og kennt með pásum frá þeim degi. 

Íris á þrjú börn og hefur sankað að sér alls konar vitneskju með því að læra um og tileinka sér aðferðir tengdar unaði í fæðingum (orgasmic birth) og með því að sækja hin ýmsu námskeið um meðgöngur, fæðingar, hreyfingar í fæðingarferlinu og hypnobirth. 

__________

Teacher: Íris Stefanía

These classes are for pregnant people who want to take advantage of the age-old techniques of belly dancing to articulate and strengthen their hips and increase well-being and fitness during pregnancy, and for those who want to take advantage of dance and exercise during childbirth.

It is not recommended to do belly dancing if you have pregnancy problems such as cervical too short, high blood pressure and other things that could adversely affect your or your baby’s health. We advise you to speak to your doctor if you are unsure that belly dancing during pregnancy is for you.

Íris leads the group through soft warm-ups and breathing and then moves on to the basic steps of the belly dance that are appropriate during pregnancy while soothing tones fill the space. We learn to follow our bodies and listen to what they are telling us at any given time. The goal is not to know routine or steps by heart, but to dedicate ourselves to listening to and following the body that will soon be going through its biggest journey: giving birth.

Pregnancy belly dancing 

Thursdays at 15:15-16:10

 3 and 6 weeks course starts on the 14th September

ÖNNUR NÁMSKEIÐ

IMG_7838

Græna kortið

Kram_Roberta_bara insta_

UPPSELT Beyoncé style

IMG_7947

Afró

Þyridans

Contemporary / Samtímadans