Nánari lýsing
Umsjón: Rósalind Hansen
Magadans Workshop – intermediate level
Magadans, oriental dans, raqs sharki
Dansinn þar sem maður fær útrás fyrir sínar kvenlegustu hliðar.
Þar sem við tökum eitt það fallegasta úr miðausturlenskri menningu, tónlistina og túlkum hana með dansi.
Þetta workshop er hugsað fyrir þær sem hafa einhvern grunn, hafa tekið grunnnámskeið í magadansi eða jallabina og eru kunnar hreyfingunum. Er það hugsað sem kynning á framhaldshóp Kramhússins í magadansi, sem byrjar æfingar sínar í byrjun september.
Kennd verður kóreugrafía á miðstigi í egypskum stíl.
Tími: 23. ágúst 19.30-22.00
Fullt verð: kr. 8.800.-
Verð fyrir þær sem einnig skrá sig á haustannarnámskeið – kr. 4.400.-
Framhaldsnámskeið hefst síðan 6. september – kennt á þriðjudögum kl. 20:45-22:00.
Rósalind byrjaði að dansa magadans árið 2004 í Kramhúsinu og hefur stundað nám og farið á workshop hjá fjölda alþjóðlegra kennara.
Kennarar sem hafa haft mest áhrif á hennar stíl eru Mahmoud Reda, Maher Kishk, Aida Nour, Yousry Sharif, Lubna Emam, Ahmed Ferry, Anna Barner og Sofie Vester. Rósalind var einnig meðlimur í danshópnum Shams el Amar, sem sýndi undir stjórn Maher Kishk á Stockholm belly dance festival og á fjölda íslenskra hátíða eins og Vetrarhátíð, 17. júní ofl.
Advanced / Framhald – allar velkomnar sem hafa dansað áður
Kennt á þriðjudögum /on Tuesdays at 20:45-22:00. Rósalind Hansen dansar með framhaldshópnum