Magadans miðstig | þriðjud. kl.20:45, 6 vikur | Haust II 2023

ENGLISH BELOW
Magadans miðstig
Kennari: Íris Stefanía
Sex vikna námskeið
Þriðjudagar kl. 20:45
Fyrsti tími: 31. okt
Síðasti tími 5. des

Magadans fyrir þau sem hafa áður dansað magadans eða hafa bakgrunn í öðrum dansi.

Nánari lýsing neðar á síðunni.

 

21.900 kr. or 10.950 kr. / á mánuði í 2 mánuði

In stock

Choose a purchase plan:

Nánari lýsing

ENGLISH BELOW
Magadans miðstig
Kennari: Íris Stefanía
Sex vikna námskeið
Þriðjudagar kl. 20:45
Fyrsti tími: 31. okt
Síðasti tími 5. des

Dulúðugi dansinn úr austrinu sem styrkir bak og maga og hentar alls konar líkömum og öllum aldri. Dansinn eykur úthald og hreyfigetu. Magadans hefur verið stundaður í árþúsundir til að auka frjósemi, á meðgöngu, í fæðingu og eftir barnsburð. Hreyfingarnar eru mjúkar, styrkja grindarbotninn og auka vellíðan.

Þessir tímar eru fyrir þær sem hafa tekið að minnsta kosti eitt til tvö námskeið í magadansi áður og vilja fá meiri áskorun og sjá framfarir í tækni og sköpun. 

Íris leiðir hópinn í gegnum mjúka upphitun og fer því næst í grunnspor magadansins á meðan seiðandi tónar fylla rýmið. Tækni er styrkt og sjálfstraustið á sama tíma  og fá nemendur tækifæri til að semja sínar eigin stuttu rútínur. Unnið er með hreyfispuna og hlustun. Að auki er kennd dansrútína við skemmtilegt lag sem við dönsum saman sem hópur. Undir lok tímans eru teygjur. 

Magadans er fyrir alla kroppa og leggur Íris áherslu á að hafa gaman í tímunum og að við tökum líkama okkar í sátt og lærum að taka okkur ekki of alvarlega. 

Íris fékk fyrst áhuga á magadansi eftir að frænka hennar mætti með dansandi jólagjöf inn í stofuna hjá foreldrum hennar milli jóla og nýárs árið 2003. Í kjölfarið skráði hún sig í magadans hjá Josy Zareen í janúar 2004 og var þá ekki aftur snúið. 

__________

Bellydance Intermediate
Six week course
Teacher: Íris Stefanía
Tuesdays 8:45-9:45m
First class: Oct 31st
Last Class: Dec 5th

Bellydancing is for a variety of body types, and Íris focuses on having fun in class, body acceptance, and learning not to take oneself too seriously.

This class is for people that have finished one or more courses in bellydance. Íris dives deeper into technique and choreography as well as improvisation techniques and letting the music guide you. Class is made up of warm up, technical work, choreography and stretching.

ÖNNUR NÁMSKEIÐ

solveig

Choreo dansmix 15+

IMG_8747

Jólatímar 2023

Kram_Kristin insta_

Jarðtenging

Ásdís

Bein í baki 65+