UPPSELT Magadans grunnur | þriðjud. kl.19:45, 7 vikur | Haust 2023

English below

Kennari: Íris Stefanía

Íris Stefanía sér um byrjendur með áherslu á mýkt og mjaðmir.

Næsta 7 vikna tímabil hefst 12. september.

Magadans fyrir byrjendur og þær sem hafa tekið fyrstu sporin.

Þessir tímar eru fyrir þau sem vilja hrista rass og maga rækilega.  Mjúkar hreyfingar og grunnspor í magadansi.

Kennt á þriðjudögum kl. 19:45-20:45. 

*Nánari lýsing neðar

 

24.900 kr. or 12.450 kr. / á mánuði í 2 mánuði

Out of stock

Nánari lýsing

Kennari: Íris Stefanía

Magadans byrjendur

Dulúðugi dansinn úr austrinu sem styrkir bak og maga og hentar alls konar líkömum og öllum aldri. Dansinn eykur úthald og hreyfigetu. Magadans hefur verið stundaður í árþúsundir til að auka frjósemi, á meðgöngu, í fæðingu og eftir barnsburð. Hreyfingarnar eru mjúkar, styrkja grindarbotninn og auka vellíðan.

Þessir tímar eru fyrir þær sem hafa ekki kynnst magadansi áður og líka þær sem hafa tekið námskeið áður en vilja styrkja grunninn betur. Námskeiðið er fyrir þær sem vilja hrista rass og maga rækilega og komast í gott stuð um leið og líkaminn kemst í betra form.

Íris leiðir þig í gegnum mjúka upphitun og fer því næst í grunnspor magadansins á meðan seiðandi tónar fylla rýmið. Við lærum að skilja hvaða spor passa við hvaða tóna og takta og lærum að hnýta saman hin ýmsu spor um leið og við fræðumst um uppruna magadansins. Við lærum dansrútínu við skemmtilegt lag sem við dönsum saman sem hópur. Undir lok tímans eru teygjur. Magadans er fyrir alla kroppa og leggur Íris áherslu á að hafa gaman í tímunum og að við tökum líkama okkar í sátt og lærum að taka okkur ekki of alvarlega. 

Íris fékk fyrst áhuga á magadansi eftir að frænka hennar mætti með dansandi jólagjöf inn í stofuna hjá foreldrum hennar milli jóla og nýárs árið 2003. Í kjölfarið skráði hún sig í magadans hjá Josy Zareen í janúar 2004 og var þá ekki aftur snúið. Hún hefur dansað og kennt með pásum frá þeim degi. 

__________

Teacher: Íris Stefanía

Beginners on Tuesdays at 19:45-20:45.
A new 7 weeks course starts on 12th September.

Belly dancing is for a variety of body types, and Íris focuses on having fun in class, body acceptance, and learning not to take oneself too seriously.

Íris guides you through a focused warm-up and then goes into the basic techique of the belly dance while the seductive tones fill the space. We learn to understand which movements go with different rhythms and music styles, and then we piece together the various moves. We learn a routine and at any given time at least two proper shimmy songs are played to shake it all out!

ÖNNUR NÁMSKEIÐ

IMG_7838

Græna kortið

Kram_Roberta_bara insta_

UPPSELT Beyoncé style

IMG_7947

Afró

Þyridans

Contemporary / Samtímadans