Magadans | þriðjud. kl.20:05 | 4 vikur í júní 2023

English below

Kennari: Íris Stefanía

Stutt 4ra vikna Magadans námskeið – Magadanspartý með áherslu á mýkt, mjaðmir og dansgleði.

Hefst 6. júní

Magadans fyrir byrjendur og þær sem hafa tekið fyrstu sporin.

Þessir tímar eru fyrir þau sem vilja hrista rass og maga rækilega.  Mjúkar hreyfingar og grunnspor í magadansi.

Kennt á þriðjudögum kl. 20:05-21:05

*Nánari lýsing neðar

 

13.800 kr.

In stock

Nánari lýsing

Kennari: Íris Stefanía
Fyrir öll getustig – K
ennt á þriðjudögum kl. 20:05-21:05
Nýtt fjögurra vikna námskeið hefst 6. júní

Magadans er fyrir fjölbreytta kroppa og leggur Íris áherslu á að hafa gaman í tímunum, taka líkamann í sátt og læra að taka sig ekki of alvarlega.

Íris leiðir þig í gegnum mjúka upphitun og fer því næst í grunnspor magadansins á meðan seiðandi tónar fylla rýmið. Við lærum að skilja hvaða spor passa við hvaða tóna og takta og lærum að hnýta saman hin ýmsu spor. Við lærum dansrútínu og í hverjum tíma eru spiluð að minnsta kosti tvö almennileg “hristu” lög og þá er tekið vel á því. Undir lok tímans eru teygjur. 

Íris fékk fyrst áhuga á magadansi eftir að frænka hennar, Kristína Berman, mætti með dansandi jólagjöf inn í stofuna hjá foreldrum hennar milli jóla og nýárs árið 2003. Í kjölfarið skráði hún sig í magadansnámskeið og var þá ekki aftur snúið. Hún hefur dansað og kennt með pásum frá þeim degi. Þegar Íris er ekki að dansa kennir hún leiklist og vinnur sem sviðslistakona og sem athafnastýra hjá Siðmennt.

__________

Teacher: Íris Stefanía

All levels – Tuesdays at 20:05-21:05
A new 4 weeks course starts on June 6th

Belly dancing is for a variety of body types, and Íris focuses on having fun in class, body acceptance, and learning not to take oneself too seriously.

Íris guides you through a focused warm-up and then goes into the basic techique of the belly dance while the seductive tones fill the space. We learn to understand which movements go with different rhythms and music styles, and then we piece together the various moves. We learn a routine and at any given time at least two proper shimmy songs are played to shake it all out!

ÖNNUR NÁMSKEIÐ

Beyoncé style

Magadans / Bellydance

Siggu tímar Sumar 2023

Pilates