Nánari lýsing
Umsjón: Íris Stefanía
Beginners and midlevel / Byrjendur og þær sem hafa tekið fyrstu skrefin.
Kennt á mánudögum /Mondays at 20:15-21:15. Íris Stefanía sér um byrjendur með áherslu á mýkt og mjaðmir.
Magadans er fyrir alla kroppa og leggur Íris áherslu á að hafa gaman í tímunum, taka líkama sinn í sátt og læra að taka sig ekki of alvarlega.
Íris leiðir þig í gegnum mjúka upphitun og fer því næst í grunnspor magadansins á meðan seiðandi tónar fylla rýmið. Við lærum að skilja hvaða spor passa við hvaða tóna og takta og lærum að hnýta saman hin ýmsu spor. Við lærum dansrútínu og í hverjum tíma eru spiluð að minnsta kosti tvö almennileg “hristu” lög og þá er tekið vel á því. Undir lok tímans eru teygjur.
Íris fékk fyrst áhuga á magadansi eftir að frænka hennar, Kristína Berman, mætti með dansandi jólagjöf inn í stofuna hjá foreldrum hennar milli jóla og nýárs árið 2003. Í kjölfarið skráði hún sig í magadansnámskeið og var þá ekki aftur snúið. Hún hefur dansað og kennt með pásum frá þeim degi.
Þegar hún er ekki að dansa kennir hún leiklist og vinnur sem sviðslistakona og sem athafnastýra hjá Siðmennt.