Nánari lýsing
Kennarar: Rósalind Hansen og Íris Stefanía
Dulúðugi dansinn úr austrinu sem styrkir bak og kvið og hentar alls konar líkömum og öllum aldri. Dansinn eykur úthald og hreyfigetu. Magadans hefur verið stundaður í árþúsundir til að auka frjósemi, á meðgöngu, í fæðingu og eftir barnsburð. Hreyfingarnar eru mjúkar, styrkja grindarbotninn og auka vellíðan.
Byrjað er á mjúkri upphitun og síðan er farið í tækni og dansrútínur og í hverjum tíma eru spiluð eitt eða tvö “hristu” lög og þá er tekið vel á því. Undir lok tímans eru teygjur.
Rósalind byrjaði að dansa magadans árið 2004 í Kramhúsinu og hefur stundað nám og farið á workshop hjá fjölda alþjóðlegra kennara. Kennarar sem hafa haft mest áhrif á hennar stíl eru Mahmoud Reda, Maher Kishk, Aida Nour, Yousry Sharif, Lubna Emam, Ahmed Ferry, Anna Barner og Sofie Vester. Rósalind var einnig meðlimur í danshópnum Shams el Amar, sem kom fram á sviði undir stjórn Maher Kishk á Stockholm’s Belly Dance Festival og á fjölda íslenskra hátíða eins og Vetrarhátíð, 17. júní ofl.
Íris fékk fyrst áhuga á magadansi eftir að frænka hennar, Kristína Berman, mætti með dansandi jólagjöf inn í stofuna hjá foreldrum hennar milli jóla og nýárs árið 2003. Í kjölfarið skráði hún sig í magadansnámskeið og var þá ekki aftur snúið. Hún hefur dansað og kennt með pásum frá þeim degi. Þegar Íris er ekki að dansa kennir hún leiklist og vinnur sem sviðslistakona og sem athafnastýra hjá Siðmennt
___________
Teacher: Rósalind Hansen
Bellydance Advanced
The mysterious dance from the East strengthens the back and stomach and is suitable for all kinds of bodies and ages. The dance increases endurance and mobility. Belly dancing has been practiced for millennia to increase fertility, help during pregnancy, childbirth, postpartum and menopause. The movements are soft and suitable for all women. Exercises strengthen the gluteal muscles and pelvic floor. A great emphasis is placed on wellness and a safe space.
Íris guides you through a focused warm-up and then goes into the basic techique of the belly dance while the seductive tones fill the space. We learn to understand which movements go with different rhythms and music styles, and then we piece together the various moves. We learn a routine and at any given time at least two proper shimmy songs are played to shake it all out!
Classes on Tuesdays at 19:45-21:00
7 weeks course starting on the 11th April