Nánari lýsing
Umsjón: Kristín Bergsdóttir afró & jógkennari, söngkona og 3ja barna móðir.
Mömmutímar Kramhússins eru skemmtilegir og nærandi. Notaleg stund fyrir mæður með börnunum sínum. Losum um spennuna úr mjöðmum, öxlum og huga með krúttunum okkar. Dönsum, syngjum og fíflumst saman. Styrkjandi æfingar fyrir kvið, grindabotn og hrygg og góðar spennulosandi teygjur og slökun.
Mælum með að mæta með dýnu og taubleyju/teppi fyrir barnið og burðarpoka/sjal. Jógadýnur og teppi á staðnum fyrir mömmurnar.
Nýja kaffihúsið Kramber er við hornið á Kramhúsinu og tilvalið að fara í kaffi og spjall eftir mömmutímann.
Nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram í tímann.
Eftir áramót stenfum við svo á 6x vikna námskeið ef áhugi er fyrir því.
3.500 kr.
In stock