LA Barre | mánudaga kl. 19:10 | 6 vikur, 17. apríl Vetur 2023

English below

Kennari: Íris Ásmundardóttir

LA Barre mánudaga kl. 19:10-20:10

Næsta 6 vikna námskeið hefst 17. apríl -22. maí.

Nánari lýsing neðar

 

 

20.800 kr.

In stock

Nánari lýsing

Kennari: Íris Ásmundardóttir

LA Barre er blanda af barre æfingum við ballettstöng og pílates og jóga á dýnu. Æfingarnar henta bæði byrjendum og lengra komnum. Áhersla er lögð á rétta líkamsstöðu á meðan unnið er að því að móta alla vöðva líkamans.

Alhliða styrktartímar sem leggja áherslu á aukinn vöðvastyrk, liðleika, rétta líkamsstöðu, samhæfingu, skilvirka hreyfiferla og tengingu við djúpvöðvakerfi líkamans. Tímarnir eiga rætur sínar að rekja til klassísku ballettækninnar og Lotte Berk aðferðafræðinnar, og notast meðal annars við dýnamískar hreyfingar, stöðugleikaæfingar, mótstöðu og ‘ísómetrískan’ vöðvasamdrátt. Skemmtilegir, fjölbreyttir og krefjandi tímar sem koma til móts við alla, bæði byrjendur og lengra komna! Allar æfingar er hægt að aðlaga að eigin getustigi og grunnur í dansi er ekki nauðsynlegur!

Íris Ásmundardóttir, dansari og barrekennari, öðlaðist barre-kennararéttindi hjá Barreworks (nú The Barre Collective) í London árið 2020 undir handleiðslu Vicki Anstey, samhliða BA námi í Rambert School of Ballet and Contemporary Dance. Hún hefur kennt bæði í London og Manchester hjá The Barre Collective og RESET, sem og hér á Íslandi. Eftir útskrift frá Rambert School dansaði Íris með Emergence Postgraduate Dance Company í Manchester, undir handleiðslu Joss Arnott vann og þar með fjölbreyttum danshöfundum að sýningu sem flokkurinn fór með á sýningarferðalag um Bretland vor/sumar 2022 og fékk mikið lof gagnrýnenda. Íris hefur fengið inngöngu á og sótt sumarnámskeið erlendis hjá Boston Ballet, American Ballet Theatre, Alonzo King LINES Ballet og Mark Bruce Company, ásamt því að hafa fengið tækifæri til þess að vinna að sjálfstæðum dansverkefnum, bæði sem dansari og danshöfundur. Íris hefur mikla trú á barre-styrktarþjálfun og fann á eigin skinni hvað hún hjálpaði mikið til samhliða dansinum. Íris leggur mikla ástríðu í kennsluna sína og leggur jafnframt áherslu á að vera með persónulega og fagmannlega nálgun í hverjum tíma.

Næsta sex vikna námskeið hefst 17. apríl og kennt er á mánudögum kl. 19:10-20:10.

____

Teacher: Íris Ásmundardóttir

 

Exercises on a mattress and a ballet barre. LA Barre is a mix of pilates and strength exercises where the routines are suitable for both beginners and advanced users. Emphasis is placed on the right posture while working on shaping all the muscles in the body. Comprehensive strength times that focus on increased muscle strength, flexibility, proper posture, coordination, efficient movement processes, and connection to the body’s deep muscle system. The classes have their roots in classical ballet techniques and the Lotte Berk methodology, using, among other things, dynamic movements, stability exercises, resistance and ‘isometry’ muscle contraction. Fun, varied and challenging. All the exercises can be customized to your own level of ability, and the foundation of dance is not necessary!

Íris, dancer and barre teacher, obtained a barre teacher’s license at Barreworks (now The Barre Collective) in London in 2020 under the guidance of Vicki Anstey, alongside a BA at the Rambert School of Ballet and Contemporary Dance. She has taught both in London and Manchester at The Barre Collective and RESET, as well as here in Iceland. After graduating from Rambert School, Íris danced with the Emergence Postgraduate Dance Company in Manchester, under the tutelage of Joss Arnott, and a wide variety of choreographers, worked on a show that the group took on a tour of United Kingdom spring/summer 2022 and received critical acclaim. Íris has been admitted to and attended summer courses abroad at Boston Ballet, American Ballet Theatre, Alonzo King LINES Ballet, and Mark Bruce Company, as well as having had the opportunity to work on independent dance projects, both as a dancer and choreographer. Iris is a great believer in barre-strength training and felt in her own skin how much she helped alongside the dance.

Next 6 weeks course starts on the 17th April. Classes are taught on Mondays at 19:10-20:10.

Viðbótarupplýsingar

Jazz ballett / Barre

VOR22 tímabil 25.4-30.5, VOR22 tímabil II

ÖNNUR NÁMSKEIÐ

Græna kortið Vorönn 2023

Beyoncé style

Contemporary / Samtímadans

Afró