Kynveran | mánudaga kl.21:15 - 22:45 | 14.nóv - 12.des haust 2022, 5 vikur

KYNVERAN – Kveiktu á kynorkunni. Námskeiðið er fyrir allar konur sem vilja stækka og dýpka tengslin við sig sjálfar.

Umsjón: Íris Stefanía Skúladóttir

Kennt í lokuðum hópi –  hámark 10 þátttakendur á námskeiðinu.

Um er að ræða 5x vikna námskeið frá  14. nóvember til og með 12. desember og eru tímarnir á mánudögum kl. 21:15-22:45. Einn og hálfur tími í senn.

Námskeiðið hefst með fyrirvara um næga skráningu.

*Nánari lýsing neðar

*English below

28.800 kr.

In stock

Nánari lýsing

KYNVERAN – kveiktu á kynorkunni 

Námskeiðið leggur áherslu á að kveikja á okkar innri kynveru með dansi, öndunaræfingum, hristingi, hreyfiflæði, teygjum og góðu og gefandi samtali um sjálfsást, sjálfsfróun og sjálfsmynd. Við leggjum áherslu á unað og allt það góða með það að markmiði að stækka sem manneskjur og elska okkur meira.

Námskeiðið er fyrir allar konur. Ungar sem aldnar, óléttar, nýbakaðar mæður, transkonur, konur á breytingaskeiðinu, konur sem eru búnar á breytingaskeiðinu, stórar konur og litlar konur, fyndnar konur og alvarlegar konur. Allar konur, svo lengi sem þær vilja stækka og dýpka tengslin við sig sjálfar.

Hver tími er með ákveðið þema en í öllum tímum er farið í “check in”, öndun, dans/hreyfiflæði, leiki/æfingar, samtal/fræðslu, slökun/teygjur. Nema í tímanum með gestakennara, sá tími verður helgaður “show and tell” þar sem við förum í anatómíu píkunnar og fræðumst um sjálfsfróun.

Kennari er Íris Stefanía Skúladóttir sviðslistakona sem hefur unnið með líkama og líf kvenna í verkum sínum. Hún leggur áherslu á unað, tabú, skömm og þrár. Ákvörðunarréttur kvenna til að gera það sem þær vilja með líkama sinn og líf sitt hefur verið útgangspunkturinn í verkum Írisar. Hún hefur meðal annars safnað og gefið út sjálfsfróunarsögur kvenna og haldið söguhringi þar sem sögur sem tengjast efninu eru sagðar. Gert útvarpsleikhúsverk um eldri konur og rétt þeirra til að vera kynverur, verk um konur sem kjósa að eignast ekki börn og verk um náttúruhneigð. Íris kennir magadans, meðgöngumagadans og leiklist.


Gestakennari er Rósa María Óskarsdóttir sem er menntuð í Bodysex ®️ aðferðum Dr. Betty Dodson. Tilgangur Bodysex ®️ er að leiðbeina og styðja konur í að tengjast líkamanum sínum og fullnægingum til að heila skömm, auka unað og sjálfsást og hefur Betty verið kölluð móðir sjálfsfróunarinnar.

 

Áherslur – ATH, yfirferð á námskeiðinu fer eftir flæði hópsins og getur því breyst. Svona skiptast vikurnar:

    1. Sjálfsást: að staldra við / þú ert nóg / að mæta sér með mildi / að setja mörk / hvað vil ég / þakklæti
    2. Líkaminn: Litlu hlutirnir / að vekja skynfærin / unaður í hversdeginum / að elska sig
    3. Sjálfsfróun: Anatómían (sýnikennsla), aðferðir – gestakennari (Rósa María)
    4. Sjálfsfróun: Deilihringur / reynslusögur
    5. Valdefling / Útrás

The course focuses on igniting our inner sexuality through dance, breathing exercises, shaking, movement flow, stretching, and a good and rewarding conversation about self-love, masturbation, and identity. We focus on pleasure and all the good with the goal of growing as human beings and loving us more.

The course is for all women. Young and old, pregnant, new mothers, transwomen, menopausal women, women exhausted during menopause, big women and little women, funny women, and serious women. All women, as long as they want to grow and deepen their relationships with themselves.

NOTE, review of the course depends on the flow of the group and can therefore change. Here’s how the weeks are divided:

Self-love: to pause / you are enough / to meet oneself with gentleness / to set boundaries / what do I want / gratitude
The Body: The Little Things / Awakening the Senses / Pleasure in Everyday Life / Loving Yourself
Masturbation: The Anatomy (demonstration), methods – guest teacher (Rose Mary)
Masturbation: Dividing Circle/Experiences
Empowerment / Outreach

 

 

 

ÖNNUR NÁMSKEIÐ

Beyoncé style

Magadans / Bellydance

Siggu tímar Sumar 2023

Pilates