Krakka jóga | POP UP tími

English below

Kennari: Elín Vigdís Guðmundsdóttir (Lína).

Krakka jóga POP tími fyrir 3-9 ára, sunnudaginn 12. mars kl. 11:00-12:00.

Skráning á elinvigdis1985@gmail.com

Nánari lýsing neðar

 

Nánari lýsing neðar.

 

Nánari lýsing

Í þerssum krakkajóga POP tíma eru kenndar jógaæfingar í gegnum leik, söng, dans og gleði. Í tímanum lærum við öndunaræfingar og nokkra leiki sem efla sjálfstraust, róa hugann og auka vellíðan. Við kynnumst jógagrísnum, lærum jógastöður og teygjur sem styrkja jafnvægi og einbeitingu. Við mætum þörfum hvers og eins, hlustum og höfum gaman saman. Við lærum möntrur og í lok tímans, förum í stutta slökun og endum tímann á frjálsum tíma.

Ég heiti Elín Vigdís Guðmundsdóttir og er kölluð Lína. Ég hef stundað jóga og hugleiðslu í mörg ár og hef klárað jógakennaranám, m.a. krakkajógakennaranám hjá Little Flower Yoga og alls konar hugleiðslunámskeið. Ég kláraði jógakennaranám í kundalini jóga árið 2020. Ég hef kennt jóga og hugleiðslu á endurhæfingargeðdeild Landspítalans frá 2020 og í kvennafangelsinu á Hólmsheiði með hléum frá sama tíma. Ég hef kennt krakkajóga í Reykjavík, í jógasalnum á Frakkastíg 16 og sumarið 2020 fór ég með krökkunum mínum á ferðalag um landið og kenndi krakkajóga m.a. í Vestmannaeyjum, á Siglufirði og Þingeyri.

 

In this Kids Yoga, yoga practice is taught through play, singing, dance and joy. During class we learn breathing exercises through games that boost self-confidence, calm the mind and increase well-being. We get to know the yoga pig, learn yoga poses and stretches that strengthen balance and concentration. We meet each individual’s needs, listen and have fun together. We learn mantras in each class and put the yoga pig to sleep and go for a short relaxation.  At the end of the class, the kids get free time and space to do their own poses and flow around the room.

My name is Elín Vigdís Guðmundsdóttir and I’m called Lína. I have been doing yoga and meditation for many years and have completed yoga teacher training including kids yoga teacher training at Little Flower Yoga and all kinds of meditation courses. I also completed yoga teacher training in kundalini yoga in 2020. I have taught kids yoga in Reykjavík, in the yoga room at Frakkastígur and in the summer of 2020 I went with my kids on a trip around the country and taught kids yoga in the Westman Islands, Siglufjörður and Þingeyri, among other places.

POP up class on sunday 12th March at 11:00-12:00

For kids age 3-9 years of age.

 

ÖNNUR NÁMSKEIÐ

Græna kortið Vorönn 2023

Beyoncé style

Contemporary / Samtímadans

Afró