INNSKRÁNING

JógaDansFlæði og Nidra slökun með Siggu og Höllu | workshop

Sigga (Dans) og Halla (Jóga) hafa haldið JógaDansflæði Retreat í Masca dalnum á Tenerife á liðnum vetri. Retreatin hafa verið mjög vinsæl og færri komist að en vildu.  Tveir tímar af dansi, jóga og nidra slökun. Boðið verður upp á heilnæmt orkuskot og slakandi te.

Öll getustig eru velkomin.

Frekari upplýsingar um næsta Jógadansflæði koma síðar.

Nánari lýsing

Frekari upplýsingar um næsta Jógadansflæði koma síðar
Sigga (Dans) og Halla (Jóga) hafa haldið JógaDansflæði Retreat í Masca dalnum á Tenerife á liðnum vetri. Retreatin hafa verið mjög vinsæl og færri komist að en vildu. Næsta retreat verður í nóvember og fer hver að verða síðastur að tryggja sér pláss. Hægt er að lesa um retreatin hér: (Yoga & Dance Retreat with Sigga & Halla – Mandala de Masca)
MiniRetreatið er leið til að fanga þá stemmningu, losa um mjaðmirnar og hlúa að taugakerfinu.
Mini retreat: Tveir tímar af dansi, jóga og nidra slökun. Boðið verður upp á heilnæmt orkuskot og slakandi te.
Búast má við : Jógaflæði sem verður að dansflæði sem verður að hristing sem verður að rólegum hreyfingum dýpri teygjum og endar í Nidra-slökun.
Fókus á losun, mjaðmaopnun og hlúið að taugakerfinu.
Í jóga nidra fær hugur og líkami hvíld. Í djúpu hugleiðslu ástandi jóga nidra fær undirvitundin rými til að vinna úr áföllum og streitu en það er undirvitundin sem hefur að geyma öll okkar svör.

Muna að mæta með vatnsbrúsa, mjúkan klæðnað og tvö handklæði fyrir sturtu og gufu.

Öll getustig eru velkomin

Viðbótarupplýsingar

Joga Dans & Nidra

S22 21. apríl kl.11-13, V:22 Stakur tími 12.02.2022 kl.15-17, V:22 Stakur tími 29.01.2022 kl.15-17

ÖNNUR NÁMSKEIÐ

Grænt Kort

Leikfimi

Afró

Magadans / Bellydance