Nánari lýsing
Umsjón: Gunna Maggý
Gunna Maggý hefur hannað frábært námskeið með æfingum sem að styrkja og liðka líkamann. Unnið er annars með jógaæfingar og styrktarþjálfun og hver tími endar í góðri slökun.
Tímarnir eru á þriðjudögumkl.17:00-18:00 og býðst nemendum aðgangur að grænum laugardagstímum Kramhússins: Músíkleikfimi, Flex Body eða Afró Workout á tímabilinu.
Þátttakendur skrá sig á námskeiðið 6 vikur í senn.
Námskeið hefst 13. september – kennt alla þriðjudaga.