Nánari lýsing
Foreldrar/ forsjáraðilar og börn kynnast ævintýraheimi Afríku á einstaklega skemmtilegan hátt.
Kennarar námskeiðsins eru Sandra og Mamady Sano sem hafa mikla reynslu í afródansi og trommuspili. Fjölskylduafróið hefur verið vinsælt meðal barna og nú endurvekjum við þennan einstaka ævintýraheim. Þau nota leiki og söng til að miðla til barnanna og fá alla til að lifa sig inn í ævintýraheim Afríku.
Kennt einu sinni í mánuði kl. 13:00 til 13:50
Við mælum með að vera á tánum í tímanum.
ATH ekki er hægt að nýta frístundastyrk Reykjavíkurborgar vegna þess að reglur um frístundastyrk kveða á um að lengd námskeiða verður að vera minnst 8x vikur til að hægt sé að nýta frístundastyrkinn.