Nánari lýsing
Foreldrar/ forsjáraðilar og börn kynnast ævintýraheimi Afríku á einstaklega skemmtilegan hátt.
Kennarar námskeiðsins eru Sandra og Mamady Sano sem hafa mikla reynslu í afródansi og trommuspili. Fjölskylduafróið hefur verið vinsælt meðal barna og nú endurvekjum við þennan einstaka ævintýraheim. Þau nota leiki og söng til að miðla til barnanna og fá alla til að lifa sig inn í ævintýraheim Afríku.
Kennsla 13:30 til 14:20.
Við mælum með að vera á tánum í tímanum.
ATH ekki er hægt að nýta frístundastyrk Reykjavíkurborgar vegna þess að reglur um frístundastyrk kveða á um að lengd námskeiða verður að vera minnst 8x vikur til að hægt sé að nýta frístundastyrkinn.
Parents/ custodians and children get to know the world of adventure in Africa in an extremely fun way.
The teachers of the course are Sandra and Mamady Sano who have extensive experience in Afro dancing and drumming. FamilyAfro has been very popular and we are now reviving this unique world of adventure. The teachers use games and singing to communicate to the children and get everyone to live their way into the world of African adventure.
Classes are at 13:30 to 14:20.
Once a month – Single classes.