Djúsí Mini retreat - Jóga, dans og tónheilun.

Sigga (Dans) og Halla (Jóga) hafa haldið JógaDansflæði Retreat í Masca dalnum á Tenerife á liðnum vetri. Retreatin hafa verið mjög vinsæl og færri komist að en vildu. 

Nú eru þær með Djúsí Mini Retreat í Kramhúsinu

Dásamleg dagskrá sunnudaginn 9. október frá kl. 17-21. 

Tilvalið fyrir vinkonur að gera sér glaðan dag, endurnæring og me-time.

 

14.800 kr.

In stock

Nánari lýsing

Sigga Ásgeirs og Halla Hákonardóttir hafa haldið úti vinsælum Dans og Jóga retreat-um í Masca dalnum á Tenerife. Nú bjóða þær í samstarfi við Kramhúsið sérstaklega veglega kvöldstund þar sem konum gefst kostur á að  upplifa þá stemmingu. Sigga og Halla hafa verið að flétta saman jóga og dansi í nokkur ár og hefur þessi magnaða blanda gefist mjög vel. Til þess að gera þetta extra djúsí þá hafa þær fengið til liðs við sig hina hæfileikaríku Völu Sólrúnu Gestsdóttur til að vera með magnaða tónheilum. Tónheilun er heilandi meðferð sem byggir á hljóðbylgjum sem streyma um líkamann og losa um spennu og uppsafnaðar stíflur þannig orkukerfi líkamans opnast og styrkjast.

Milli Jóga/dansflæðis og tónheilunar verður boðið upp á vegan súpu og súrdeigsbrauð. Sturtu og gufu og lestur á gyðjuspilum.

Fullkomið haustmissjón.

Öll getustig velkomin!

Dagskrá:

17:00

Heilnæmt orkuskot og slakandi te.

Jóga

Dans / moving meditation

18:30

Sturta og gufa

Vegan súpa og súrdeigsbrauð

Gyðjuspil og spjall

20:00

Tónheilun með Völu Sólrúnu Gestsdóttur

 

Taka með: Æfingaföt/yogaföt eða föt sem þér finnst gott að hreyfa þig í. Föt sem þér þykja þægileg og eru mjúk og hlý. Augnhvílu/svefngrímu. Vatnsbrúsa og tvö handklæði (eitt fyrir sturtu/eitt fyrir gufu).

 

Markmið: Teygja, lengja, opna og mýkja líkamann, sérstaklega mjaðmirnar. Virkja taugakerfið og róa það. Ná jafnvægi.

 

Vala Sólrún Gestsdóttir lærði Tónheilun og hjá Acutonics í Englandi.
Vala hefur lokið grunnnámi í svæðanuddi sem og höfuð- og andlitsnuddi hjá Heilsusetri Þórgunnu og áfanga 1 í Heilun hjá Stefaníu S. Ólafsdóttur. Grunnur Völu liggur í tónlist en hún lauk BA prófi í Tónsmíðum og Meistaragráðu, m.mus, í Sköpun, Miðlun og Frumkvöðlastarfi við Tónlistardeild LHÍ. Vala lærði hljóðfræði og hljóðupptökur við SAE Institute í London.

Verð: 14.800 kr

Viðbótarupplýsingar

Breikdans / Breakdance

VOR22 7-9 ára 26.4-24.5, VOR22 5-7 ára 28.4.-26.5.

ÖNNUR NÁMSKEIÐ

Græna kortið Vorönn 2023

Beyoncé style

Contemporary / Samtímadans

Afró