Contemporary | fimmtudagar I 7 vikur kl. 17:15-18:30 | Haust 2023

English below

Kennarar: Athanasía Kanellopoulou og Þyrí Huld Árnadóttir (Athanasia kennir fyrstu þrjár vikurnar og svo tekur Þyrí Huld við)

Nútímadans á fimmtudögum kl. 17:15-18:30

Námskeiðstímabil: Sjö vikur sem hefjast 7. september

ATH Contemporary workshop með Athanasiu verður 16. september. Allir nemendur i Contemporary fá 20% afslátt , til að nálgast afsláttarkóða, vinsamlegast sendið póst á kramhusid@kramhusid.is

*Nánari lýsing neðar.

27.900 kr. or 13.950 kr. / á mánuði í 2 mánuði

In stock

Choose a purchase plan:

Nánari lýsing

Kennarar: Athanasia Kanellopoulou og  Þyrí Huld Árnadóttir

Athanasia er grískur samtímadansari og danshöfundur sem hefur starfað með Cocoon Dance, les ballets C de la B, Jasmin Vardimon Company, Tanztheater Wuppertal Pina Bausch og fleirum! Ferskur grískur andvari í upphafi annar.

Þyrí Huld er með BA í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands, var nemandi hjá Danslistarskóla JSB og Listdansskóla Íslands. Hún hóf störf hjá íslenka dansflokknum árið 2011 og var þar í 10 ár með hléum. Þyrí Huld bæði kennir og semur dansa og hefur hlotið Grímuna sem dansari árið 2015, 2018 og 2023.

Þessir samtímadanstímar einkennast aðallega af ýmsum spuna-dansaðferðum auk þess að læra dansfrasa. Í þessum tímum skoðum við hagnýtar hreyfingar sem nálgun í hreyfispuna, þar sem hver og einn vinnur með eigin líkama og eigin getu, óháð fyrirfram ákveðnum stíl eða formum. Í gegnum þessar æfingar einblínum við sérstaklega á líkamsvitund hvers og eins með áherslu á jarðtengingu, tengingu við miðju og rýmisvitund.

Fyrstu tvær vikurnar mun Athanasia sjá um kennsluna og svo tekur Þyrí Huld við.

ATH Bendum á að einnig verður Contemporary helgarworkshop laugardaginn 9. og 16. september með Athanasíu fyrir þau sem vilja fara dýpra í tæknina og dansinn. Nánari upplýsingar á heimasíðu Kramhússins eða í síma 5515103.

__________
Teachers: Athanasía Kanellopoulou and Þyrí Huld Árnadóttir.

In these contemporary dance classes the main focus is on movement improvisation as well as learning contemporary dance phrases. In the class we will explore practical movements as an entry point into movement improvisation, where each one works with their own body in their own way finding their own personal movement. We will explore different exercises which focus on grounding, centering and spatial awareness.

Course: 7 weeks starting from 7th September
Once a week on Thursdays at 17:15-18:30

Athanasia will teach the first three weeks and then Þyrí Huld will continue with the teaching.

NOTE There will also be a weekend Contemporary workshop on Saturday, September 9th and 16th with Athanasia for those who want to go deeper into technique and dance routines. More information on the Kramhús website or by telephone 5515103.

 

Viðbótarupplýsingar

Ballett frh( advanced

V:22 þri+fim kl. 18:15 18.01.-24.02., V:22 þri+fim kl. 18:15 01.03.-07.04

ÖNNUR NÁMSKEIÐ

IMG_7838

Græna kortið

Kram_Roberta_bara insta_

UPPSELT Beyoncé style

IMG_7947

Afró

Þyridans

Contemporary / Samtímadans