Nánari lýsing
Skapandi hreyfing og tónlist fyrir krakka frá 3ja – 5 ára aldurs.
Guðbjörg Arnardóttir hefur séð um þessi námskeið og haldið utan um yngstu Kramverjana til margra ára. Hún hefur mikla reynslu og miðlar því vel og fallega. Í vetur munu Anna Hera og Ása Valgerður bætast í kennarahópinn og taka þátt í leikgleðinni. Kennararnir þrír sjá um mismunandi hluta námskeiðsins og verður hver með sínar áherslur í tónlist og hreyfingu. Guðbjörg hefur sérhæft sig í dansi og skapandi hreyfingu og notar leiki til að miðla til barnanna. Anna Hera notast við svipaðar aðferir en leggur sérstaka áherslu á samvinnu barns og foreldris (ContaKids tækni) þegar það á við. Ása Valgerður er menntaður tónlistarkennari og kórstjóri, með mikla reynslu á þeim sviðum og mun leggja áherslu á söng, hreyfingu og taktþjálfun.
FjölskylduAfró er sambland af dansi, trommuleik, leikjum og söng fyrir börn 2ja – 12 ára -1x sinni í mánuði, fyrsta sunnudag hvers mánaðar. Kennarar námskeiðsins, þau Sandra og Mamady hafa mikla reynslu í afródansi og trommuspili. Fjölskylduafróið hefur verið vinsælt meðal barna og nú endurvekjum við þennan einstaka ævintýraheim.
Breikdans er skemmtilegur dans fyrir börn af öllum kynjum. Kramhúsið heldur núna áfram með þessa vinsælu danstíma 5-12 ára, öll kyn velkomin. Nicholas Fishleigh sér um að kenna fettur og brettur að hætti sannra breikdansara.
ATH hægt er að nýta sér frístundastyrk Reykjavíkur
_________
Spring courses starts January 9th.
Courses for kids in Kramhúsið spring semester 2023
Creative movement and music for kids from 3 – 5 years old.
FamilyAfro Dance, Dance and drumming for children 2 – 12 years old – 1x a month.
Break dance is a fun dance for children 5-12 years old of all genders.
Note: You can use Reykjavík’s leisure grant for kids.