Nánari lýsing
Kennari: Ásdís Halldórsdóttir
Fyrirlesari: Halldóra Björnsdóttir
Bein í Baki er nýtt námskeið í Kramhúsinu. Leikfimi fyrir konur á aldrinum 65+ Fyrir þær sem vilja styrkja stoðkerfið og þétta beinin með sérstökum styrktaræfingum með eigin líkamsþyngd ásamt léttum lóðum í félagsskap. Sérstaklega góðar æfingar fyrir þær sem eiga á hættu að fá beinþynningu. Von er að stofna góðan hóp kvenna sem vilja ná árangri og hafa gaman saman til lengri tíma. Tilvalið fyrir konur sem eru hættar að vinna og vilja finna sinn stað og hóp í líkamsrækt. Mælum með æfingu og svo kaffi á eftir á nýja Kramber kaffihúsinu á horninu við Kramhúsið.
Tímarnir byrja á mjúkri upphitun, losa um og opna helstu liðamót, svo eru léttar þolæfingar, í framhaldinu er farið í styrktaræfingar og jafnvægisæfingar, í seinni hluta tímans eru æfingar á dýnu ásamt teygjum og slökun. Aðallega er eigin líkamsþyngd notuð sem mótstaða en einnig létt lóð. Áhersla er lögð á að styrkja fótleggi og mjaðmir ásamt bak og kvið, því þá vöðva notum við mest í daglegu lífi, eins og td. að standa fram úr rúminu eða úr stól.
Beinþynning er algengt vandamál, sérstaklega hjá konum. Regluleg hreyfing hefur jákvæð áhrif á beinheilsu, spornar gegn beinþynningu og og bætir vellíðan. Styrktar og jafnvægisæfingar eru mjög áhrifamiklar, þær geta bætt jafnvægið og minnkað líkurnar á falli og brotum. Forvarnir gegn beinþynningu geta fækkað beinbrotum og þannig stuðlað að farsælum efri árum.
Ásdís er íþróttafræðingur að mennt og hefur sérhæft sig í hreyfingu fyrir 60+ síðastliðin ár. Hún hefur 27 ára starfsreynslu sem hóptímakennari. Er einnig pilates og jógakennari.
Halldóra Björnsdóttir íþróttafræðingur heldur fræðslufyrirlestur um beinheilsu fyrir þátttakendur.
Bein í Baki is a new course at Kramhúsið. Exercise class for women aged 65+ For those who want to strengthen the muscles and bones with special strength exercises with their own body weight along with light weights. The hope is to create a good group of women who want to succeed and have fun together for the long run. Ideal for women who have retired and want to find their place and group in fitness.
The classes start with a soft warm-up, loosen the main joints, endurance exercises, followed by strength and balance exercises, the second half of the class there are exercises on a mattress along with stretching and relaxation.
Mainly own body weight is used as a resistance, alongside light weight. Emphasis is placed on strengthening the legs and hips as well the back and abdomen, because those muscles we use most in everyday life, such as getting out of bed or standing out of a chair.
Ásdís is a sports scientist by training and has specialized in physical activity for 65+ in recent years. She has 27 years experience as a as a group class teacher and is also a pilates and a yoga teacher.
Halldóra Björnsdóttir, sports scientist, gives an educational lecture on bone health for participants.
Mondays and wednesdays at 13:10-14:00
New 7 weeks course starting 11th September – Women only