Barre | Þriðjudaga kl. 17:20 | 6 vikur Haust 2023

English below

Kennari: Berglind Jónsdóttir

Barre er á þriðjudögum kl. 17:20

Næsta 6 vikna námskeið hefst 10. október

*Nánari lýsing neðar

 

 

21.900 kr.

In stock

Nánari lýsing

Kennari: Berglind Jónsdóttir 

Barre tímarnir eru blanda af æfingum við ballettstöng, á gólfi og á dýnu. Æfingarnar henta bæði byrjendum og lengra komnum og eru innblásnar af pilates, ballett styrktaræfingum og jóga. Áhersla er lögð á rétta líkamsstöðu á meðan unnið er að því að móta alla vöðva líkamans. Barre tímarnir eru “low impact, high intensity” sem þýðir að miklum árangri er náð í hverjum tíma án þess að setja mikið álag á líkamann. Í Barre eru ekki hopp eða aðrar ákafar álagshreyfingar svo Barre getur hentað fólki vel sem á erfitt með slíkar hreyfingar vegna meiðsla. Æfingarnar eru gerðar í takt við hressa og skemmtilega tónlist og jafnframt slakandi í byrjun og lok tímans. Tímarnir eru styrktartímar sem leggja áherslu á aukinn vöðvastyrk, liðleika, rétta líkamsstöðu, samhæfingu og tengingu við djúpvöðvakerfi líkamans. Tímarnir eiga rætur sínar að rekja til klassísku ballettækninnar og Lotte Berk aðferðafræðinnar. Skemmtilegir, fjölbreyttir og krefjandi tímar sem koma til móts við alla. Allar æfingar er hægt að aðlaga að eigin getustigi og grunnur í dansi er alls ekki nauðsynlegur! Búist við mikilli gleði og svita! Við mælum með að taka með sér handklæði til að nota á dýnuna í tímanum.

 

Næsta sex vikna námskeið hefst 10. október og kennt er á þriðjudögum kl. 17:20.

____

Teacher: Berglind Jónsdóttir

Barre classes are a mixture of exercises at barre pole, on the floor and on a mat. The exercises are suitable for both beginners and advanced and are inspired by pilates, ballet strength exercises and yoga. The emphasis is on proper posture while working on shaping all the muscles of the body. Barre classes are “low impact, high intensity” which means that great results are achieved at any given time without putting much stress on the body. The Barre classes don´t have bounces or other intense stress movements so it can be a good fit for people who have difficulty with such movements due to injuries. The exercises are done in tandem with fresh and fun music as well as relaxing at the beginning and end of the session. Strength classes that emphasize increased muscle strength, agility, correct posture, coordination and connection to the body’s deep muscle system. The lessons have roots from the classical ballet technique and the Lotte Berk methodology. Fun, varied and challenging classes that suits to everyone. All exercises can be customized to your own level of ability, and a foundation in dance is by no means necessary! Expect a lot of joy and sweat! We recommend to bring a towel to use on the mattress during time.

Next 6 weeks course starts on the 10th October. Classes are taught on Tuesdays at 17:20.

Viðbótarupplýsingar

Jazz ballett / Barre

VOR22 tímabil 25.4-30.5, VOR22 tímabil II

ÖNNUR NÁMSKEIÐ

solveig

Choreo dansmix 15+

IMG_8747

Jólatímar 2023

Kram_Kristin insta_

Jarðtenging

Ásdís

Bein í baki 65+