Nánari lýsing
Lengd/tímafjöldi: 6 vikur í senn (2 í viku)
Umsjón: Kristín Bergs
Kraftmiklir og skemmtilegir tímar með líflegri tónlist og gleði. Í þeim sameinast dansspor og jógastöður. Allir tímarnir enda svo á slökun og hugleiðslu.
Kristín er tónlistarkona, dansari og jógakennari. Kramhúsið hefur verið órjúfanlegur partur af lífi hennar í rúm 20 ár. Kristín hefur kennt dans í Kramhúsinu bæði afró og brasilíska dansa og nú fléttar hún jógafræðin inn í tímana til að auka styrk og vellíðan.
Kennt er á mánudags- og miðvikudagsmorgnum kl. 09:30-10:30.
Þátttakendur skrá sig á námskeiðið 6 vikur í senn.
Fyrri hluti haustannar hefst 6. september og stendur til 12. október.