Nánari lýsing
Umsjón: Hafdís Árnadóttir, Ásdís Halldórsdóttir og sérstakur gestakennari Ólöf Ingólfsdóttir
Hressandi dansleikfimi með skemmtilegri tónlist fyrir alla aldurshópa. Opin skráning er í hádegistímana en síðdegistímar eru einungis fyrir fasta þátttakendur og ekki hægt að bæta í hópinn.
Haustönn hefst með æfingum Madeira hópanna þann 22. ágúst en hefðbundin dagskrá frá og með 5. september og stendur fram til 10. desember. 5:15 tímarnir fara í frí þegar hópurinn fer til Madeira en þau sem ekki fara með geta þá nýtt sér 4:15 leikfimitímana sem Ásdís Halldórsdóttir mun sjá um í fjarveru Hafdísar.
Sú nýjung býðst núna að skrá sig allt árið – og greiðsludreifa í allt að 12 mánuði – ATH, þá þarf að velja skráningarlinkinn KramhúsÁrið