Nánari lýsing
Umsjón: Hafdís Árnadóttir
Hressandi dansleikfimi með skemmtilegri tónlist fyrir alla aldurshópa.
Haustönn hefst með æfingum Madeira hópanna þann 22. ágúst en hefðbundin dagskrá frá og með 5. september og stendur fram til 10. desember. Tímarnir verða fámennir þegar hópurinn fer til Madeira en þau sem ekki fara með verða í góðum höndum Ásdísar Halldórsdóttir mun sjá um kennslu í fjarveru Hafdísar.
Sú nýjung býðst núna að skrá sig allt árið – og greiðsludreifa í allt að 12 mánuði, ef gengið er frá skráningu fyrir 20. ágúst.
Haustönn – 14 vikur, 5. september til 10. desember. Verð: 62.800.-
Vetrarönn – 12 vikur, 9. janúar til 1. apríl. Verð: 54.800.-
Vorönn – 8 vikur, 12. apríl til 3. júní. Verð: 38.800.-
Heildarverð fyrir 34 kennsluvikur sem ná frá september til júní er 156.400.- Skráning er bindandi þar sem þetta er ekki áskrift en gefinn er 5% afsláttur af staðgreiðslu og fer verðið þá niður í 148.580.- kr.
Ef greiðsludreifing er fullnýtt til 12 mánaða er upphæðin 13.425.- kr. á mánuði en miðað við 9 mánaða dreifingu er mánaðarleg greiðsla 17.770.- kr.