Í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis gilda ákveðnar reglur í Kramhúsinu. Nemendum er skylt að skrá sig á netinu áður en þeir mæta í tíma. Þetta er til þess að hægt sé að rekja smit ef það ratast inn í hús. Hver nemandi þarf því að skrá sig fyrir hvern tíma til þess að staðfesta komu. Hægt er að bóka tíma hér á heimasíðunni okkar.

Ef þátttakendur námskeiða þurfa að fara í sóttkví eða einangrun og geta sýnt fram á vottorð um það mun þátttaka þeirra fara í biðstöðu og viðkomandi gefst tækifæri til að fullnýta þá tíma sem greitt var fyrir um leið og viðkomandi losnar úr sóttkví. Ef til veikinda kemur verður að sjálfsögðu tekið tillit til þess og biðstöðu tími miðast þá ekki við einangrunina eingöngu – í þeim tilfellum skoðum við stöðuna með hverjum einstaklingi.

Ef til lokunar kemur þá fer allt starf í biðstöðu og halda áfram eins og frá var horfið um leið og aðstæður leyfa.

Allir nemendur þurfa að spritta sig þegar þeir koma inn í hús. Ef notuð eru lóð og annar búnaður, skal forðast að deila honum með öðrum. Að tíma loknum þurfa allir nemendur að sótthreinsa hendur áður en búnaður er sótthreinsaður. Við útgöngu ber svo að sótthreinsa hendur aftur.

Við ætlum þó að reyna að halda í líbó Kramhússtemninguna sem mest enda stífar reglur ekki eitthvað sem einkennir Kramhúsið. Við biðjum ykkur að hjálpa okkur að fylgja þessum reglum svo að húsið fái að standa opið og fólk fái sína líkams/geðheilsurækt

Við vonum að þið sýnið okkur skilning á þessum flóknum tímum – passið ykkur og okkur og haldið ykkur heima ef grunur leikur á smiti eða veikindi gera vart við sig.